Erlent

Þakti salernisklefa flugvélar í saur

Atli Ísleifsson skrifar
Förinni til Hong Kong var fram haldið í gær. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Förinni til Hong Kong var fram haldið í gær. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Flugstjóri vélar United Airlines á leið frá Chicago til Hong Kong neyddist til að lenda vélinni í Alaska eftir að áhöfn vélarinnar komst að því að einn farþega vélarinnar hafði þakið tvo salernisklefa vélarinnar í eigin saur. Maðurinn hafði klínt saurnum á veggi klefanna.

Í frétt Chicago Tribune segir að maðurinn hafi einnig gert tilraun til að sturta niður skyrtu sinni.

22 ára karlmaður var fluttur í járnum á lögreglustöð í Anchorage eftir lendingu. Hann var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann mun gekkst undir geðrannsókn. Maðurinn er frá Víetnam en er með landvistarleyfi í Bandaríkjunum.

Maðurinn hafði ekki í neinum hótunum við áhöfn og samkvæmt lögreglunni í Anchorage í Alaska er hann sem stendur ekki grunaður um brot.

Alls voru 245 farþegar um borð í vélinni og þurfti flugfélagið að útvega þeim hótelgistingu áður en ferðinni var haldið áfram í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×