Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 15:15 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. vísir/heiða helgadóttir „Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50