Hversu mikið situr þú? Unnur Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2018 14:13 Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun