Real Madrid vann 3-0 útisigur á Numancia í kvöld í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum.
Gareth Bale kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik og þeir Isco og Borja Mayoral bættu við mörkum í blálokin.
Cristiano Ronaldo var ekki með Real Madrid í kvöld en það skipti ekki máli. Barcelona vann hinsvegar ekki án Lionel Messi fyrr í kvöld.
Mörk þeirra Gareth Bale og Isco komu úr vítaspyrnum á 35. og 89. mínútu. Síðasta markið skoraði síðan Borja Mayoral í uppbótartíma.
Real Madrid var manni fleiri frá 60. mínútu leiksins þegar Pape Diamanka fékk sitt annað gula spjald.
