Börsungar leyfðu sér að hvíla lykilmenn eins og Lionel Messi, Luis Suarez og Andrés Iniesta en í þeirra stað fengu yngri leikmenn að spreyta sig.
Það má búast við því að stjörnurnar verði allar með á Nývangi í næstu viku því þar verður Barcelona að bæta fyrir úrslit kvöldsins.
Einn af þeim sem fékk tækifæri í kvöld var hinn 22 ára gamli Jose Arnaiz sem var aðeins að spila sinn þriðja leik með liðinu.
Barcelona keypti José Arnaiz frá Valladolid í haust en hann spilaði bara deildarleiki með b-liði félagsins fyrir áramót. Hann fékk hinsvegar tækifæri með aðalliðinu í bikarnum.
3 - Jose Arnaiz has scored with his first three shots on target for Barcelona in all competitions (three goals in Copa del Rey). Stellar. pic.twitter.com/1OyXS2msIh
— OptaJose (@OptaJose) January 4, 2018
José Arnaiz hafði skorað í tveimur fyrstu bikarleikjum sínum með Barcelona og hélt uppteknum hætti í kvöld.
Jose Arnaiz kom Barcelona liðinu í 1-0 strax á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá André Gomes. Arnaiz klæddist treyju 37 í leiknum og spilaði sem fremsti maður.
Primer goleador de los últimos 10 años
2008 - Ezquerro
2009 - Henry
2010 - Pedro
2011 - Pedro
2012 - Cesc Fàbregas
2013 - Xavi
2014 - Alexis
2015 - Neymar
2016 - Messi
2017 - Messi
2018 - Arnaiz
#ForçaBarçapic.twitter.com/vflfIJtovS
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) January 4, 2018