Áfram Ísland María Bjarnadóttir skrifar 5. janúar 2018 07:00 Svona rétt á milli stórmóta í fótbolta er ágætt fyrir okkur að það taki gildi framsækin lög á borð við jafnlaunastaðalinn. Það heldur landinu í fréttum erlendis án þess að til þurfi að koma náttúruhamfarir eða fjármálahrun. Við getum nú öll verið sammála um að það sé jákvætt. Jafnlaunastaðallinn felur í sér að konur eigi að fá greidd sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Í sjálfu sér er ævintýralegt að þetta sé svo umdeilt að til þurfi að koma lagasetning svo að launajafnrétti náist hérna í jafnréttisparadísinni. Úrtölufólki sem hefur áhyggjur af því að með lagasetningunni sé verið að drepa hið frjálsa framtak má benda á að hinn frjálsi markaður hefur haft mörg hundruð ár til þess að koma jafnlaunakerfi á laggirnar, en enn ekki tekist. Það er því vel réttlætanlegt að reyna hið margfræga „eitthvað annað“. Í þessu samhengi er það lagasetning. Í vikunni tilkynnti KSÍ um að karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu fái sömu laun fyrir að keppa fyrir okkur í fótbolta. Það er fullt tilefni til þess að hrósa KSÍ fyrir þetta, sem fylgir þar í fótspor Norðmanna. Þetta er ekki síður til marks um framfarir í starfsemi sambandsins. Það er ekki nema rétt rúmur áratugur síðan frambjóðandi til embættis formanns KSÍ viðraði svipaðar hugmyndir sem þóttu þá svo öfgakenndar að varla var hægt að taka þær alvarlega. Breytingar sem voru taldar öfgafullar á sínum tíma eru grundvöllurinn að þeim árangri sem hefur náðst við að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði á Íslandi. Við ættum öll að húh-a aðeins innra með okkur fyrir því. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Svona rétt á milli stórmóta í fótbolta er ágætt fyrir okkur að það taki gildi framsækin lög á borð við jafnlaunastaðalinn. Það heldur landinu í fréttum erlendis án þess að til þurfi að koma náttúruhamfarir eða fjármálahrun. Við getum nú öll verið sammála um að það sé jákvætt. Jafnlaunastaðallinn felur í sér að konur eigi að fá greidd sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Í sjálfu sér er ævintýralegt að þetta sé svo umdeilt að til þurfi að koma lagasetning svo að launajafnrétti náist hérna í jafnréttisparadísinni. Úrtölufólki sem hefur áhyggjur af því að með lagasetningunni sé verið að drepa hið frjálsa framtak má benda á að hinn frjálsi markaður hefur haft mörg hundruð ár til þess að koma jafnlaunakerfi á laggirnar, en enn ekki tekist. Það er því vel réttlætanlegt að reyna hið margfræga „eitthvað annað“. Í þessu samhengi er það lagasetning. Í vikunni tilkynnti KSÍ um að karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu fái sömu laun fyrir að keppa fyrir okkur í fótbolta. Það er fullt tilefni til þess að hrósa KSÍ fyrir þetta, sem fylgir þar í fótspor Norðmanna. Þetta er ekki síður til marks um framfarir í starfsemi sambandsins. Það er ekki nema rétt rúmur áratugur síðan frambjóðandi til embættis formanns KSÍ viðraði svipaðar hugmyndir sem þóttu þá svo öfgakenndar að varla var hægt að taka þær alvarlega. Breytingar sem voru taldar öfgafullar á sínum tíma eru grundvöllurinn að þeim árangri sem hefur náðst við að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði á Íslandi. Við ættum öll að húh-a aðeins innra með okkur fyrir því. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun