Aðsókn í Sundhöllina fjórfaldaðist eftir endurbætur Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 12:45 Rúmlega 1.400 manns heimsóttu Sundhöllina á dag í desember eftir að hún var opnuð á ný. Vísir/Kolbeinn Tumi Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn. Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn.
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00
Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00