Ölvaður maður var handtekinn á Sæbraut í Reykjavík laust fyrir klukkan þrjú í nótt þar sem hann stóð ber að ofan úti á miðri götu og hampaði þar umferðarskilti. Vegna ástands hans var hann vistaður í fangageymslu.
Þá voru þrír ökumenn teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs og voru teir þeirra réttindalausir eftir að hafa hvað eftir annað verið gripnir fyrir samskonar athæfi.
Strípalingur sveiflaði skilti á Sæbraut
Gissur Sigurðsson skrifar
