
Svali Björgvins hættir hjá Icelandair

Svali hefur starfað hjá Icelandair í nær átta ár en hann átti sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra í lok janúar 2009 en þar áður var hann hjá Kaupþingi frá árinu 2003. Gegndi hann sömuleiðis stöðu framkvæmdastjóra starfsmannasviðs hjá bankanum. Þar áður var Svali ráðgjafi og meðeigandi hjá PricewaterhouseCoppers.
Svali nam sálfræði við Háskóla Íslands og vinnusálfræði og stjórnun frá New York University. Svali hefur auk þess kennt mikið við Háskóla Íslands og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra.
Þá er Svali löngu orðinn landsþekktur fyrir lýsingar sínar á körfuboltaleikjum í gegnum tíðina.
Tengdar fréttir

Svali til Icelandair
Svali H. Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair. Hann mun jafnframt sinna stefnumótun félagsins og sitja í framkvæmdastjórn þess. Svali tilkynnti samstarfsmönnum sínum í gær hjá Kaupþingi að hann hefði samið um starfslok hjá bankanum.

Svali í Madison Square Garden: Hingað vilja allir komast
Svali Björgvinsson hitti þá Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson, leikmenn LIU-háskólans í Brooklyn.

Svali yfirgefur Kaupþing
Svali Hrannar Björgvinsson, starfsmannastjóri hjá Kaupþingi, hefur samið um starfslok hjá bankanum. Þetta kemur fram í bréfi sem Svali sendi starfsmönnum bankans í dag. Í bréfinu kemur fram að hann hafi samið við Finn Sveinbjörnsson bankastjóra um að ljúka ýmsum verkefnum áður en hann hverfi á braut. Hann láti því ekki alveg strax af störfum.

Þetta er lögreglumál! | Arnar og Svali fara á kostum
Það var mikið fjör í Ljónagryfjunni í gær þegar oddaleikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla fór fram. Njarðvík vann að lokum, 92-73, og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum keppninnar.