Risastór janúarmánuður í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR taka á móti Stólunum í kvöld. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltaárið byrjar með miklum látum því úrslitavika bikarkeppninnar og fjórar umferðir í deildinni eru spilaðar í janúarmánuði. Liðin sem komast alla leið í bikarúrslitin spila því sex leiki í janúar og þann sjöunda síðan á öðrum af fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar. Liðin sem um ræðir eru því að fara að spila sjö leiki á 30 dögum. Þetta er mikil breyting fyrir karlaliðin sem hafa oftast spilað aðeins einn leik á viku það sem af er keppnistímabilinu. Domino´s deildar liðin sem eru í undanúrslitunum í ár eru KR, Haukar og Tindastóll en fjórða liðið er síðan 1. deildarlið Breiðabliks. Hjá konum komust í undanúrslitin Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík. Þessi lið munu því hafa einstaklega mikið að gera í upphafi ársins. Nýja landsleikjahléið í febrúar sér nefnilega til þess að bikarkeppnin fer nú fram einum mánuði fyrr en vanalega eða aðra helgina í janúar. Landsleikjahléið tekur hinsvegar pláss í febrúar þar sem engir leikir fara fram í deildinni á sama tíma. Það er ljóst á þessu að það skiptir miklu máli hversu dugleg liðin hafa verið að æfa yfir hátíðirnar enda álagið mikið í upphafi ársins. Þjálfararnir hafa því þurft að finna rétta blöndu af æfingum og jólalúxus ef vel á að fara á fyrstu vikum nýs árs. Bikarúrslitavika Maltbikarsins hefst með undanúrslitaleikjum karla miðvikudaginn 10. janúar en undanúrslitaleikir kvenna eru daginn eftir og úrslitaleikirnir fara síðan fram laugardaginn 13.janúar. Fyrsta umferðin eftir jólafrí hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sama tíma (klukkan 19.15) mætast einnig Valur og Keflavík á Hlíðarenda, Stjarnan og Höttur í Garðabæ og svo Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Umferðin klárast síðan annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Íslenska körfuboltaárið byrjar með miklum látum því úrslitavika bikarkeppninnar og fjórar umferðir í deildinni eru spilaðar í janúarmánuði. Liðin sem komast alla leið í bikarúrslitin spila því sex leiki í janúar og þann sjöunda síðan á öðrum af fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar. Liðin sem um ræðir eru því að fara að spila sjö leiki á 30 dögum. Þetta er mikil breyting fyrir karlaliðin sem hafa oftast spilað aðeins einn leik á viku það sem af er keppnistímabilinu. Domino´s deildar liðin sem eru í undanúrslitunum í ár eru KR, Haukar og Tindastóll en fjórða liðið er síðan 1. deildarlið Breiðabliks. Hjá konum komust í undanúrslitin Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík. Þessi lið munu því hafa einstaklega mikið að gera í upphafi ársins. Nýja landsleikjahléið í febrúar sér nefnilega til þess að bikarkeppnin fer nú fram einum mánuði fyrr en vanalega eða aðra helgina í janúar. Landsleikjahléið tekur hinsvegar pláss í febrúar þar sem engir leikir fara fram í deildinni á sama tíma. Það er ljóst á þessu að það skiptir miklu máli hversu dugleg liðin hafa verið að æfa yfir hátíðirnar enda álagið mikið í upphafi ársins. Þjálfararnir hafa því þurft að finna rétta blöndu af æfingum og jólalúxus ef vel á að fara á fyrstu vikum nýs árs. Bikarúrslitavika Maltbikarsins hefst með undanúrslitaleikjum karla miðvikudaginn 10. janúar en undanúrslitaleikir kvenna eru daginn eftir og úrslitaleikirnir fara síðan fram laugardaginn 13.janúar. Fyrsta umferðin eftir jólafrí hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sama tíma (klukkan 19.15) mætast einnig Valur og Keflavík á Hlíðarenda, Stjarnan og Höttur í Garðabæ og svo Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Umferðin klárast síðan annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira