Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 08:00 Sauðfjárframleiðendur keppa að því að gera framleiðslu sína eins vistvæna og mögulegt er. Bann við erfðabreyttu fóðri er liður í þeirri vegferð. Magnús Karl segir sauðfjárbændur gera góð vísindi tortryggileg. vísir/pjetur Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira