Söguleg sáttastjórn eða hvað er vinstri hugsun? Þröstur Ólafsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar. Sáttin fólst aðallega í því að eyða sameiginlega peningum sem safnast höfðu saman erlendis í stríðinu. Þeir áttu að fara í uppbyggingu atvinnulífsins. Svo rækilega var gengið til verks að ekki liðu mörg ár þar til gjaldeyrisforðinn var uppurinn og við tók áratuga efnahagslegur vandræðagangur, sem snerist að miklu leyti um gjaldeyrisskort og „rétta“ skráningu krónunnar. Rétt skráning var það gengi sem sjávarútvegurinn gat sætt sig við, sem var ekki endilega sama gengi og afkoma almennings þoldi. Skipting þjóðartekna var stærsta átakamálið milli vinstri og hægri. Þá gerðu vinstri menn sér enn grein fyrir því að krónan var valdatæki ráðandi stétta, sem með gengisfellingu flytur tekjur frá almenningi til atvinnuvega. Meginágreiningurinn var þó um utanríkismál, sem leiddu síðar til stjórnarrofs. Þegar nú er sagt að mestu andstæður íslenskra stjórnmála hafi náð saman um nýja stjórn, er rétt að staldra við. Er það svo? Ekki fer ætíð saman sjálfsmynd og veruleiki. Er ekki eitthvað bogið við þessa skörpu aðgreiningu milli vinstri og hægri? Sameiginleg meginstefna Það fór ekki fram hjá þeim sem fylgdust með kosningabaráttunni að allir flokkar voru með keimlíkar áherslur á sviði velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Því liggur nokkuð ljóst fyrir að þar verður enginn óleysanlegur ágreiningur. Fé til samneyslu skyldi auka. Mestur ágreiningur var um hvernig afla ætti fjár til að borga brúsann. Slík minni háttar mál leysast. Þetta hefðu einu sinni þótt tíðindi. Hefðbundin hægri stefna hefur átt í vök að verjast í álfunni. Viðhorf almennings, og þar með flokkanna, hefur þróast í átt til kratískra sjónarmiða. Fátækt, sjúkdómar, fáfræði og ólæsi eru á undanhaldi í heiminum. Kratar um allan heim lögðu metnað sinn í að vinna bug á fyrrnefndum samfélagsmeinum. Árangurinn er sýnilegur. Stjórnmál í álfunni hafa hvað þetta snertir færst til vinstri. Réttindi einstaklinga eru lögfest og tryggð, því þó misbrestir séu á framkvæmd þeirra, þá eru þau ekki lengur dregin í efa. Margt óbeitið eins og kynferðisleg valdbeiting og margháttuð kynþátta- og þjóðernishyggja eru þó enn sprelllifandi á meðal okkar. Vestræn þjóðfélög eru þó flest það þroskuð, að sjaldan er lengur gripið til nakins, óbeislaðs valds til að kúga einstaklinga eða hópa til undirgefni. Það sem eftir lifir af einbeittri hægri stefnu er þessi eitraðra þjóðernishyggja, sem nú ríður yfir og brýtur niður samstöðu og samvinnu þjóða. Einnig markast viðskipti og fjármál enn af frjálshyggju. Margs konar markaðsátrúnaður og fortakslítil einkavæðing með ójöfnuð sem eðlilega, sjálfsagða og jafnvel æskilega afleiðingu eru enn efst á dagskrá. Hvað er að vera til vinstri? Sú staðreynd að vinstri hugmyndafræði er orðin óaðskiljanlegur hluti af pólitískum hugmyndaheimi Vesturlandabúa, þá vatnast út umtalsverður munur hefðbundinnar hægri og vinstri stefnu. Því hlýtur það að vera rökrétt að velta því fyrir sér, hvað það tákni nú til dags að vera til vinstri. Fyrrum var það að taka ætíð afstöðu með okkar minnsta bróður. Það nær ekki að fanga fjölbreytileika kratasamfélags nútímans. Kannski megi skilgreina vinstri hyggju sem næmi fyrir breytingarkrafti sögulegrar þróunar. Hafa sannfæringu fyrir því að hægt sé að bæta ásigkomulag þjóða og þar með mannkyns með því að hafa að leiðarljósi nokkur skilyrðislaus meginstef. Við höfum þekkt þau lengi. Þau eru frelsi, jafnrétti og bræðralag auk ný tilkominnar náttúru- og loftlagsverndar. Vinstri hyggja er ástríðufull hugarsýn sem metur framfarir á mælikvarða þessara meginstefja, í gagnrýninni, skynsamlegri rökhugsun. Vinstri hyggja ver réttarríkið, félagslegt markaðskerfi og þingbundið lýðræði. Án þessara stofnana eru frelsi, jafnrétti og mannréttindi í bráðri hættu. Sá sem vill veikja eða leggja fyrrnefndar stofnanir af, er ekki vinstri maður. Hægri flokkar víða um heim gera nú atlögu að sjálfstæði dómstóla. Við finnum einnig óþef af því hér heima. Stöðug gagnrýnin sýn og kröfur um umbætur á samfélagskerfinu, sem standast fyrrnefnd meginviðmið eru dæmi um vinstrihyggju. Það er ekki vinstri stefna að neita að jafna kosningarrétt eða víkja sér undan því að beita rökhyggju á samfélagsleg vandkvæði eða skekkjur. Alþjóðahyggja jafnaðarmanna, sem hefur frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi, er dæmi um vinstri bræðralagshugsun sem markvisst er reynt að brjóta niður með sérhyggju þjóðernisrembings. Bræðralag er samstaða – solidarítet. Því er þjóðernisstefna ekki vinstri hyggja. Hvar er umbótahugsunin? Í hverju er þá tímamótasátt þessarar ríkisstjórnar fólgin? Áþreifanlegustu ósættin innan stjórnarinnar eru annars vegar NATO, sem hljómar hjá VG eins og hver önnur síbylja, sem engum eyrum nær. Hins vegar eru það einkavæðing, umhverfis- og loftslagsmál. Þrátt fyrir stórslys á Bakka og afskiptaleysi af ofbeit, er VG ljósárum á undan hinum stjórnarflokkunum í umhverfismálum. Þar eru andstæðurnar skarpastar. Ef VG tekst að sætta Framsókn og Sjálfstæðisflokk við núverandi stefnu sína í þessum málaflokki, þá eru það vissulega þakkarverð vatnaskil. Því miður er hægri slagsíða á VG í flestu því sem snertir breytingar á kerfislægum skekkjum þjóðfélagsins. Það er ekki vinstri hugsun að halda landbúnaði í heljargreipum sem engum gagnast. Það ber ekki vott um vinstri hyggju að tryggja yfirstéttinni kverkatök á afkomu vinnandi fólks með því að ríghalda í öflugasta valdatæki hennar, íslensku krónuna. Það er ekki vinstri hyggja að viðhalda sádiarabísku fyrirkomulagi á auðlindaarðinum. Það er ekki vinstri hyggja að berjast gegn ESB eins og nýjum alþjóðlegum óvini. Ekkert er eins fjarri því að teljast til vinstri eins og að vilja viðhalda óbreyttri samfélagsgerð. Innan ríkisstjórnarinnar virðist traust samstaða um að ekki sé þörf á kerfisbótum á samfélaginu. Þar er því ekki um mikinn ágreining að ræða. Frans páfi sagði, að það væri álíka auðvelt að koma á endurbótum í Róm (Vatíkaninu) eins og að hreinsa egypska sphinxinn með tannbursta. Skyldi það eiga við fleiri ríki en Vatíkanið? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar. Sáttin fólst aðallega í því að eyða sameiginlega peningum sem safnast höfðu saman erlendis í stríðinu. Þeir áttu að fara í uppbyggingu atvinnulífsins. Svo rækilega var gengið til verks að ekki liðu mörg ár þar til gjaldeyrisforðinn var uppurinn og við tók áratuga efnahagslegur vandræðagangur, sem snerist að miklu leyti um gjaldeyrisskort og „rétta“ skráningu krónunnar. Rétt skráning var það gengi sem sjávarútvegurinn gat sætt sig við, sem var ekki endilega sama gengi og afkoma almennings þoldi. Skipting þjóðartekna var stærsta átakamálið milli vinstri og hægri. Þá gerðu vinstri menn sér enn grein fyrir því að krónan var valdatæki ráðandi stétta, sem með gengisfellingu flytur tekjur frá almenningi til atvinnuvega. Meginágreiningurinn var þó um utanríkismál, sem leiddu síðar til stjórnarrofs. Þegar nú er sagt að mestu andstæður íslenskra stjórnmála hafi náð saman um nýja stjórn, er rétt að staldra við. Er það svo? Ekki fer ætíð saman sjálfsmynd og veruleiki. Er ekki eitthvað bogið við þessa skörpu aðgreiningu milli vinstri og hægri? Sameiginleg meginstefna Það fór ekki fram hjá þeim sem fylgdust með kosningabaráttunni að allir flokkar voru með keimlíkar áherslur á sviði velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Því liggur nokkuð ljóst fyrir að þar verður enginn óleysanlegur ágreiningur. Fé til samneyslu skyldi auka. Mestur ágreiningur var um hvernig afla ætti fjár til að borga brúsann. Slík minni háttar mál leysast. Þetta hefðu einu sinni þótt tíðindi. Hefðbundin hægri stefna hefur átt í vök að verjast í álfunni. Viðhorf almennings, og þar með flokkanna, hefur þróast í átt til kratískra sjónarmiða. Fátækt, sjúkdómar, fáfræði og ólæsi eru á undanhaldi í heiminum. Kratar um allan heim lögðu metnað sinn í að vinna bug á fyrrnefndum samfélagsmeinum. Árangurinn er sýnilegur. Stjórnmál í álfunni hafa hvað þetta snertir færst til vinstri. Réttindi einstaklinga eru lögfest og tryggð, því þó misbrestir séu á framkvæmd þeirra, þá eru þau ekki lengur dregin í efa. Margt óbeitið eins og kynferðisleg valdbeiting og margháttuð kynþátta- og þjóðernishyggja eru þó enn sprelllifandi á meðal okkar. Vestræn þjóðfélög eru þó flest það þroskuð, að sjaldan er lengur gripið til nakins, óbeislaðs valds til að kúga einstaklinga eða hópa til undirgefni. Það sem eftir lifir af einbeittri hægri stefnu er þessi eitraðra þjóðernishyggja, sem nú ríður yfir og brýtur niður samstöðu og samvinnu þjóða. Einnig markast viðskipti og fjármál enn af frjálshyggju. Margs konar markaðsátrúnaður og fortakslítil einkavæðing með ójöfnuð sem eðlilega, sjálfsagða og jafnvel æskilega afleiðingu eru enn efst á dagskrá. Hvað er að vera til vinstri? Sú staðreynd að vinstri hugmyndafræði er orðin óaðskiljanlegur hluti af pólitískum hugmyndaheimi Vesturlandabúa, þá vatnast út umtalsverður munur hefðbundinnar hægri og vinstri stefnu. Því hlýtur það að vera rökrétt að velta því fyrir sér, hvað það tákni nú til dags að vera til vinstri. Fyrrum var það að taka ætíð afstöðu með okkar minnsta bróður. Það nær ekki að fanga fjölbreytileika kratasamfélags nútímans. Kannski megi skilgreina vinstri hyggju sem næmi fyrir breytingarkrafti sögulegrar þróunar. Hafa sannfæringu fyrir því að hægt sé að bæta ásigkomulag þjóða og þar með mannkyns með því að hafa að leiðarljósi nokkur skilyrðislaus meginstef. Við höfum þekkt þau lengi. Þau eru frelsi, jafnrétti og bræðralag auk ný tilkominnar náttúru- og loftlagsverndar. Vinstri hyggja er ástríðufull hugarsýn sem metur framfarir á mælikvarða þessara meginstefja, í gagnrýninni, skynsamlegri rökhugsun. Vinstri hyggja ver réttarríkið, félagslegt markaðskerfi og þingbundið lýðræði. Án þessara stofnana eru frelsi, jafnrétti og mannréttindi í bráðri hættu. Sá sem vill veikja eða leggja fyrrnefndar stofnanir af, er ekki vinstri maður. Hægri flokkar víða um heim gera nú atlögu að sjálfstæði dómstóla. Við finnum einnig óþef af því hér heima. Stöðug gagnrýnin sýn og kröfur um umbætur á samfélagskerfinu, sem standast fyrrnefnd meginviðmið eru dæmi um vinstrihyggju. Það er ekki vinstri stefna að neita að jafna kosningarrétt eða víkja sér undan því að beita rökhyggju á samfélagsleg vandkvæði eða skekkjur. Alþjóðahyggja jafnaðarmanna, sem hefur frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi, er dæmi um vinstri bræðralagshugsun sem markvisst er reynt að brjóta niður með sérhyggju þjóðernisrembings. Bræðralag er samstaða – solidarítet. Því er þjóðernisstefna ekki vinstri hyggja. Hvar er umbótahugsunin? Í hverju er þá tímamótasátt þessarar ríkisstjórnar fólgin? Áþreifanlegustu ósættin innan stjórnarinnar eru annars vegar NATO, sem hljómar hjá VG eins og hver önnur síbylja, sem engum eyrum nær. Hins vegar eru það einkavæðing, umhverfis- og loftslagsmál. Þrátt fyrir stórslys á Bakka og afskiptaleysi af ofbeit, er VG ljósárum á undan hinum stjórnarflokkunum í umhverfismálum. Þar eru andstæðurnar skarpastar. Ef VG tekst að sætta Framsókn og Sjálfstæðisflokk við núverandi stefnu sína í þessum málaflokki, þá eru það vissulega þakkarverð vatnaskil. Því miður er hægri slagsíða á VG í flestu því sem snertir breytingar á kerfislægum skekkjum þjóðfélagsins. Það er ekki vinstri hugsun að halda landbúnaði í heljargreipum sem engum gagnast. Það ber ekki vott um vinstri hyggju að tryggja yfirstéttinni kverkatök á afkomu vinnandi fólks með því að ríghalda í öflugasta valdatæki hennar, íslensku krónuna. Það er ekki vinstri hyggja að viðhalda sádiarabísku fyrirkomulagi á auðlindaarðinum. Það er ekki vinstri hyggja að berjast gegn ESB eins og nýjum alþjóðlegum óvini. Ekkert er eins fjarri því að teljast til vinstri eins og að vilja viðhalda óbreyttri samfélagsgerð. Innan ríkisstjórnarinnar virðist traust samstaða um að ekki sé þörf á kerfisbótum á samfélaginu. Þar er því ekki um mikinn ágreining að ræða. Frans páfi sagði, að það væri álíka auðvelt að koma á endurbótum í Róm (Vatíkaninu) eins og að hreinsa egypska sphinxinn með tannbursta. Skyldi það eiga við fleiri ríki en Vatíkanið? Höfundur er hagfræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun