Vísindagarðar HÍ þróa randbyggð við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2018 16:42 Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritun samkomulagsins. Reykjavíkurborg Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. „Þekkingarstarfsemi er einn mikilvægasti vaxtarbroddur í fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar til framtíðar,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu vegna málsins.. „Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða af því að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau tækifæri sem atvinnulífið og vísindasamfélagið hefur á svæðinu.“ Vísindagarðar Háskóla Íslands munu þróa uppbyggingu lóðanna með sama hætti og á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað í Vatnsmýri. Í greinargerð um viðskiptin til borgarráðs segir að mögulegum ágóða sem Vísindagarðar muni hafa af sölu lóðanna til þriðja aðila verði varið til nýsköpunar og í almannaþágu. Forsaga málsins er sú að nýtt heildarskipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í desember 2012. Á svæðinu verða ný mannvirki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús og nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í skipulaginu eru þrír reitir auðkenndir sem randbyggð. Þessir reitir eru sunnan við Læknagarð og liggja með fram Hringbraut að norðanverðu. Vísindagarðar greiða Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur á fermetrann fyrir byggingarrétt með skuldabréfi, alls 750 milljónir króna fyrir 15.000 fermetra byggingarrétt, en alls er byggingarmagn á svæðinu áætlað 19.000 fermetrar með bílakjallara. Verðið byggir á verðmati sem Reykjavíkurborg lét gera vegna lóðanna. Vísindagarðar bera fasteignagjöld af lóðunum frá undirritun samningsins. Vísindagarðar Háskóla Íslands er félag í 94,6% eigu Háskóla Íslands og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félaginu er ætlað að standa að uppbyggingu lóða í Vatnsmýrinni sem styðja við nýsköpun og vísindarannsóknir. Meðal verkefna félagsins er að skapa umhverfi þar sem slík starfsemi blómstrar. Félagið hefur hlotið viðurkenningu Ríkisskattstjóra sem félag sem starfar í þágu almenningsheilla og hagnaði er eingöngu varið í þágu tilgangs félagsins. Uppbygging randbyggðarinnar við Hringbraut mun kallast á við nýsköpunarumhverfið sem er að rísa á lóð Vísindagarða sunnan við Sturlugötu. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu skuli lokið ári 2025. Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. „Þekkingarstarfsemi er einn mikilvægasti vaxtarbroddur í fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar til framtíðar,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu vegna málsins.. „Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða af því að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau tækifæri sem atvinnulífið og vísindasamfélagið hefur á svæðinu.“ Vísindagarðar Háskóla Íslands munu þróa uppbyggingu lóðanna með sama hætti og á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað í Vatnsmýri. Í greinargerð um viðskiptin til borgarráðs segir að mögulegum ágóða sem Vísindagarðar muni hafa af sölu lóðanna til þriðja aðila verði varið til nýsköpunar og í almannaþágu. Forsaga málsins er sú að nýtt heildarskipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í desember 2012. Á svæðinu verða ný mannvirki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús og nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í skipulaginu eru þrír reitir auðkenndir sem randbyggð. Þessir reitir eru sunnan við Læknagarð og liggja með fram Hringbraut að norðanverðu. Vísindagarðar greiða Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur á fermetrann fyrir byggingarrétt með skuldabréfi, alls 750 milljónir króna fyrir 15.000 fermetra byggingarrétt, en alls er byggingarmagn á svæðinu áætlað 19.000 fermetrar með bílakjallara. Verðið byggir á verðmati sem Reykjavíkurborg lét gera vegna lóðanna. Vísindagarðar bera fasteignagjöld af lóðunum frá undirritun samningsins. Vísindagarðar Háskóla Íslands er félag í 94,6% eigu Háskóla Íslands og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félaginu er ætlað að standa að uppbyggingu lóða í Vatnsmýrinni sem styðja við nýsköpun og vísindarannsóknir. Meðal verkefna félagsins er að skapa umhverfi þar sem slík starfsemi blómstrar. Félagið hefur hlotið viðurkenningu Ríkisskattstjóra sem félag sem starfar í þágu almenningsheilla og hagnaði er eingöngu varið í þágu tilgangs félagsins. Uppbygging randbyggðarinnar við Hringbraut mun kallast á við nýsköpunarumhverfið sem er að rísa á lóð Vísindagarða sunnan við Sturlugötu. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu skuli lokið ári 2025.
Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira