Hið svokallaða frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Ég fékk ekkert sumarfrí og er því að taka það út núna og hef verið frá seinni hluta desember. Það verður seint sagt að þetta sé eitthvað stuttbuxnafrí enda kuldinn hér að nísta inn að beini. Frí er samt alltaf frí. Eða hvað? Þegar ég bjó einsamall var frí bara frí. Nú, í sambúð, hef ég fengið forláta verkefnalista með niðurteljara en klukkan rennur út eftir nokkra daga þegar að við förum til New York. Sambýlingurinn vildi endilega komast í hitann fyrst við tókum frí í janúar og eftir nokkurra mánaða karp um Miami eða Tenerife endaði hún á að kaupa ferð til New York þar sem fagnað var köldustu áramótum í 50 ár á dögunum. Eðlilega er maður búinn að skunda með jólagjöfina frá vinnunni í Cintamani og kaupa sér úlpu fyrir sumarlandaferðina. Úlpan heitir Bylur sem segir líklega allt sem segja þarf. Svo því sé haldið til haga er ég rugl spenntur fyrir því að bíta í fyrsta sinn í stóra eplið. En, sum sé, verkefnalistinn er lesinn upp á hverjum morgni og liggur við að ég fái gullstjörnu í lok hvers dags ef ég næ að krossa út nokkur atriði á listanum. Fara með flöskur, henda pappa, kaupa úlpu, laga listann í stofunni, kítta baðið, skipta um perur. Þetta er á meðal þeirra hluta sem ég hef verið að og verð að dunda mér við næstu daga undir vökulum augum betri helmingsins (les: yfirmannsins). Það er samt fínt að hafa eitthvað fyrir stafni og að vera á leið til útlanda. Það er mikilvægt nú þegar þrír verstu mánuðir ársins renna í garð. Tæpir 90 dagar af engu nema smá handbolta og bolludeginum með kannski dass af einu þorrablóti svona rétt til að halda geðheilsunni í lagi fram á vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Ég fékk ekkert sumarfrí og er því að taka það út núna og hef verið frá seinni hluta desember. Það verður seint sagt að þetta sé eitthvað stuttbuxnafrí enda kuldinn hér að nísta inn að beini. Frí er samt alltaf frí. Eða hvað? Þegar ég bjó einsamall var frí bara frí. Nú, í sambúð, hef ég fengið forláta verkefnalista með niðurteljara en klukkan rennur út eftir nokkra daga þegar að við förum til New York. Sambýlingurinn vildi endilega komast í hitann fyrst við tókum frí í janúar og eftir nokkurra mánaða karp um Miami eða Tenerife endaði hún á að kaupa ferð til New York þar sem fagnað var köldustu áramótum í 50 ár á dögunum. Eðlilega er maður búinn að skunda með jólagjöfina frá vinnunni í Cintamani og kaupa sér úlpu fyrir sumarlandaferðina. Úlpan heitir Bylur sem segir líklega allt sem segja þarf. Svo því sé haldið til haga er ég rugl spenntur fyrir því að bíta í fyrsta sinn í stóra eplið. En, sum sé, verkefnalistinn er lesinn upp á hverjum morgni og liggur við að ég fái gullstjörnu í lok hvers dags ef ég næ að krossa út nokkur atriði á listanum. Fara með flöskur, henda pappa, kaupa úlpu, laga listann í stofunni, kítta baðið, skipta um perur. Þetta er á meðal þeirra hluta sem ég hef verið að og verð að dunda mér við næstu daga undir vökulum augum betri helmingsins (les: yfirmannsins). Það er samt fínt að hafa eitthvað fyrir stafni og að vera á leið til útlanda. Það er mikilvægt nú þegar þrír verstu mánuðir ársins renna í garð. Tæpir 90 dagar af engu nema smá handbolta og bolludeginum með kannski dass af einu þorrablóti svona rétt til að halda geðheilsunni í lagi fram á vor.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun