Segir 345 prósenta hækkun skapa alvarlegt ástand Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Útflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum. vísir/stefán „Ef ekkert verður að gert, þá blæðir okkur bara út. Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTil stendur að breyta fyrirkomulagi veiðileyfagjalda og afkomutengja þau. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir tilganginn að skoða samsetningu veiðigjaldanna. Veiðigjöldin séu byggð á tveggja ára gömlum upplýsingum. Það hafi þýtt að 1. september síðastliðinn hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú hækkun hafi ekki verið í takti við það sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsáttmálanum segir að við ætlum að taka mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru annars vegar,“ segir Lilja Rafney við Fréttablaðið. „Þegar þú eykur skattheimtu milli ára um 345 prósent, þá heggur það í. Þegar þetta snýst um það að 10 til 15 prósent af tekjunum hjá útgerðinni fara í greiðslu veiðigjalda þá þarf að taka það einhvers staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur tvenns konar athugasemdir við kerfið eins og það er. Annars vegar að miðað er við afkomu allt annars árs. Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins lagður á vegna bolfiskveiða. „Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við mismunandi útgerðarflokka og afkomu innan greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð verður þverpólitísk nefnd vegna endurskoðunarinnar þegar þing kemur saman. Lilja segir að reynt verði að vinna eins hratt og mögulegt er og útilokar ekki að gerðar verði breytingar sem nái til yfirstandandi fiskveiðiárs. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
„Ef ekkert verður að gert, þá blæðir okkur bara út. Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTil stendur að breyta fyrirkomulagi veiðileyfagjalda og afkomutengja þau. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir tilganginn að skoða samsetningu veiðigjaldanna. Veiðigjöldin séu byggð á tveggja ára gömlum upplýsingum. Það hafi þýtt að 1. september síðastliðinn hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú hækkun hafi ekki verið í takti við það sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsáttmálanum segir að við ætlum að taka mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru annars vegar,“ segir Lilja Rafney við Fréttablaðið. „Þegar þú eykur skattheimtu milli ára um 345 prósent, þá heggur það í. Þegar þetta snýst um það að 10 til 15 prósent af tekjunum hjá útgerðinni fara í greiðslu veiðigjalda þá þarf að taka það einhvers staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur tvenns konar athugasemdir við kerfið eins og það er. Annars vegar að miðað er við afkomu allt annars árs. Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins lagður á vegna bolfiskveiða. „Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við mismunandi útgerðarflokka og afkomu innan greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð verður þverpólitísk nefnd vegna endurskoðunarinnar þegar þing kemur saman. Lilja segir að reynt verði að vinna eins hratt og mögulegt er og útilokar ekki að gerðar verði breytingar sem nái til yfirstandandi fiskveiðiárs.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira