Gott ár fyrir sálina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. janúar 2018 07:00 Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár. En hvað þýðir þetta svo sem, er þetta ekki bara klisja? Nei, ég vil að þetta verði gott ár hjá þér. En hvað þýðir það? Er það gott ár þegar maður þénar mikið, nær sér í yngri og fallegri konu eða karl, öll uppáhaldsliðin manns vinna, eða hvað? Örugglega ekki. Allavega gæti allt þetta gerst á hræðilegu ári. Til að flækja málin enn frekar á minningin það til að gera öll ár góð sama hversu skelfilega manni leið meðan þau voru að líða. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var unglingur, þá ákvað ég einn sunnudaginn að á diskótekinu komandi föstudag skyldi ég taka stelpuna á löpp sem svo mjög hafði haldið fyrir mér vöku með erótískri útgeislun sinni. Strax á mánudeginum var ég farinn að skjálfa í hnjánum. Og á fimmtudeginum var ég ekki mönnum, og enn síður kvenmönnum, sinnandi. Hins vegar vaknaði ég brattur á föstudeginum uns mér varð litið í spegilinn en þá blasti við mér svo stór bóla á nefinu að pabbi var helst á því að ég yrði að sækja um nafnskírteini fyrir hana. Ég fór meðfram veggjum á diskótekinu en stúlkan fór með himinskautum ásamt einhverjum barnsbossanum. Alla þá helgi var ég helst á því að heimurinn mætti farast en í minningunni er þetta nú orðið voðalega skemmtilegt. Þannig að ég ætla bara að óska þess að árið verði gott fyrir sálina þína. Og hvað er sál? Jú, þetta sem þú svíkur þegar þú hatar og bænheyrir þegar þú elskar. Já, megi árið vera gott fyrir hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun
Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár. En hvað þýðir þetta svo sem, er þetta ekki bara klisja? Nei, ég vil að þetta verði gott ár hjá þér. En hvað þýðir það? Er það gott ár þegar maður þénar mikið, nær sér í yngri og fallegri konu eða karl, öll uppáhaldsliðin manns vinna, eða hvað? Örugglega ekki. Allavega gæti allt þetta gerst á hræðilegu ári. Til að flækja málin enn frekar á minningin það til að gera öll ár góð sama hversu skelfilega manni leið meðan þau voru að líða. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var unglingur, þá ákvað ég einn sunnudaginn að á diskótekinu komandi föstudag skyldi ég taka stelpuna á löpp sem svo mjög hafði haldið fyrir mér vöku með erótískri útgeislun sinni. Strax á mánudeginum var ég farinn að skjálfa í hnjánum. Og á fimmtudeginum var ég ekki mönnum, og enn síður kvenmönnum, sinnandi. Hins vegar vaknaði ég brattur á föstudeginum uns mér varð litið í spegilinn en þá blasti við mér svo stór bóla á nefinu að pabbi var helst á því að ég yrði að sækja um nafnskírteini fyrir hana. Ég fór meðfram veggjum á diskótekinu en stúlkan fór með himinskautum ásamt einhverjum barnsbossanum. Alla þá helgi var ég helst á því að heimurinn mætti farast en í minningunni er þetta nú orðið voðalega skemmtilegt. Þannig að ég ætla bara að óska þess að árið verði gott fyrir sálina þína. Og hvað er sál? Jú, þetta sem þú svíkur þegar þú hatar og bænheyrir þegar þú elskar. Já, megi árið vera gott fyrir hana.