Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 12:52 Stuðningsmenn Trump eru í minnihluta í Bandaríkjunum ef marka má nýja skoðanakönnun. Vísir/AFP Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira