Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest að íslenska karlalandsliðið munu mæta Mexíkó í vináttulandsleik 23. mars næstkomandi. Fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið síðan landsliði Perú.
Báðir leikir fara fram í Bandaríkjunum en á sitthvorri ströndinni. Leikurinn á móti Mexíkó fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers.
Ísland mætir síðan Perú á Red Bull Arena í Harrison í New Jersey 27. mars en það er heimavöllur MLS-fótboltaliðsins New York Red Bulls.
Íslensku strákarnir fljúga því strandanna á milli í Bandaríkjunum í lok mars.
Levi´s leikvangurinn var tekinn í notkun sumarið 2014 en hann tekur tæplega sjötíu þúsund manns í sæti.
Ísland og Mexíkó hafa þrisvar mæst áður í vináttulandsleikjum og í öll skiptin einmitt í Bandaríkjunum.
Fyrst mættust liðin árið 2003 í Phoenix (0-0), næst 2010 í Charlotte (0-0) og loks í Las Vegas í fyrra, þar sem Mexíkó vann 1-0 sigur, fyrir framan mesta áhorfendafjölda sem sótt hefur knattspyrnuleik í Las Vegas.
Mexíkó er í 17. sæti á nýutgefnum styrkleikalista FIFA, en Ísland er í 20. sæti.
Íslenska karlalandsliðið spilar á heimavelli San Francisco 49ers
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


