Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 09:30 McKayla Maroney á frægri mynd með Obama. Vísir/Getty McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira
McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira