Víkurbúar fylkja sér um breikkun þjóðvegarins Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Þjóðvegurinn klýfur þorpið en þar aka milljón bílar á ári. Vísir/Vilhelm „Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira