Hætta rannsókn á Glitnisleka: Fjölmiðlamenn neituðu að gefa upp hvernig þeir fengu gögnin Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 18:29 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Embætti héraðssaksóknara hefur hætt rannsókn á leka úr Glitni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar segir hann að rannsókninni hafi verið hætt þar sem ekki hafi tekist að upplýsa hver bæri ábyrgð á lekanum sem varðaði meðal annars gögn um hlutabréfaeign hæstaréttardómara og viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og öðrum sem tengjast honum fyrir hrun. Það var fjármálaeftirlitið sem kærði gagnalekann úr þrotabúi Glitnis til héraðssaksóknara en kæran snéri eingöngu að þeim upplýsingum sem höfðu verið birtar í fjölmiðlum og lögð fram vegna gruns um brot á bankaleynd. Ólafur Þór segir í samtali við RÚV að milli 20 til 30 hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en það hafi ekki varpað ljósi á lekann. Hann segir í það minnsta 12 fjölmiðlamenn hafa verið boðaða í yfirheyrslu en þeir borið fyrir sig lög um vernda heimildarmanna og ekki svarað því hvernig þeir fengu gögnin. Glitnir HoldCo fékk lögbann á frekari fréttaflutning Stundarinnar á þessum gögnum. Aðalmeðferð í málinu fór í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu og er nú beðið eftir að dómur verði kveðinn upp. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann né kosningar sem fram fóru í október. 5. janúar 2018 14:43 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur hætt rannsókn á leka úr Glitni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar segir hann að rannsókninni hafi verið hætt þar sem ekki hafi tekist að upplýsa hver bæri ábyrgð á lekanum sem varðaði meðal annars gögn um hlutabréfaeign hæstaréttardómara og viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og öðrum sem tengjast honum fyrir hrun. Það var fjármálaeftirlitið sem kærði gagnalekann úr þrotabúi Glitnis til héraðssaksóknara en kæran snéri eingöngu að þeim upplýsingum sem höfðu verið birtar í fjölmiðlum og lögð fram vegna gruns um brot á bankaleynd. Ólafur Þór segir í samtali við RÚV að milli 20 til 30 hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en það hafi ekki varpað ljósi á lekann. Hann segir í það minnsta 12 fjölmiðlamenn hafa verið boðaða í yfirheyrslu en þeir borið fyrir sig lög um vernda heimildarmanna og ekki svarað því hvernig þeir fengu gögnin. Glitnir HoldCo fékk lögbann á frekari fréttaflutning Stundarinnar á þessum gögnum. Aðalmeðferð í málinu fór í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu og er nú beðið eftir að dómur verði kveðinn upp.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann né kosningar sem fram fóru í október. 5. janúar 2018 14:43 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann né kosningar sem fram fóru í október. 5. janúar 2018 14:43