Vegagerðin vaktar hættulegustu staði vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 13:05 Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira