Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2018 13:00 Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ. Vísir/Stefán Í dag fór af stað ný fundarröð á vegum rektors Háskóla Íslands en hún ber heitið heitir Best fyrir börnin. Þar munu sérfræðingar innan Háskólans og utan hans fjalla um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, eins og andlega líðan, hreyfingu, svefn, læsi, snjallsímanotkun, mataræði og samskipti. Áhersla verður á að gefa hagnýt ráð styðja þannig fjölskyldur og samfélag í því að tryggja velferð barna og ungmenna. Urður Njarðvík, dósent í sálfræði, hélt fyrsta fyrirlesturinn en hann fór fram í hádeginu í hátíðarsal Háskóla Íslands og fjallar um kvíða hjá börnum og unglingum og samspil kvíða og hegðunarvanda.Merki um að kvíði sé að aukast„Mínar rannsóknir liggja fyrst og fremst á sviði hegðunarvanda. Kvíði hefur verið mikið í umræðunni og það eru ákveðnar vísbendingar um að hann sé að aukast og mér fannst við þurfa að tækla það efni. Svo tengist það svo mikið hegðunarvandanum. Bæði birtist kvíði oft sem hegðunarvandi og svo eru börn með hegðunarvanda líklegri en önnur börn til að þróa með sér kvíða. Mig langaði því að koma þeim vinkli inn í umræðuna.“ segir Urður í samtali við Vísi. „Við erum öll kvíðin annað slagið og finnum öll fyrir ótta og það er nauðsynlegt fyrir okkur til að lifa af. Kvíði er hins vegar vandamál ef óttinn er ekki aldursvarandi, veldur hömlun í daglegu lífi barnsins og hefur verið til staðar í langan tíma. Ef þetta er farið að valda truflunum í lífi barnsins þá borgar sig að leita eftir aðstoð.“ Skimanir benda til þess að tíðni kvíða sé að aukast en Urður segir að menn séu ekki alveg sammála um þetta. „Erlendar rannsóknir benda til þess að mögulega sé tíðni ákveðinna greininga aukast meðal ungmenna en þegar menn skoða fjölda tilfella í samhengi við fólksfjölgun þá er ekki stuðningur fyrir því að tíðni kvíða sé almennt að aukast.Það eru samt ákveðnar vísbendingar, þá alþjóðlega, um að það sem við köllum innhverfar raskanir og eru tilfinningatruflanir eins og þunglyndi og kvíði, séu að aukast hjá unglingsstúlkum. Þessi aukning sést ekki bara á vesturlöndum heldur víðar. Það er breyting sem þarf að skoða nánar.“ Urður segir að samfélagið sé nú miklu meðvitaðra um geðheilsu almennt. „Ég held að einhverju leyti tengist aukningin því að fólk er meira meðvitað um eigin geðheilsu. Sumir fræðimenn vilja meina að fólk sé tilbúnara til þess að svara hreinskilið í skimunarrannsóknum heldur en áður. Þannig að mögulega erum við ekki að sjá raunverulega aukningu heldur frekar aukningu í því að fólk segi frá sínum vanda“Vísir/GettySkapofsaköst oftast tengd við mótþróa Urður hefur mikla reynslu af bæði vinnu með börnum og af rannsóknum. Hún segir að börn með hegðunarvanda séu oft mjög misskilin og að einkenni kvíða séu oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja. „Til dæmis skapofsaköst. Fyrir þann sem horfir á líta þau oftast út sem frekja og árásargjörn hegðun. Þess vegna tengjum við þessa hegðun við mótþróa og skort á samstarfsvilja. En í kvíða geta komið mjög kröftug skapofsaköst og hegðunarvandi kemur oft til vegna kvíða.“ Hún segir að börn eigi oft erfitt með að tjá tilfinningar sínar. „Þau eiga erfitt með að útskýra hugsanir sínar og tilfinningar.“ Þó að barn sé spurt hvort það sé kvíðið, veit það ekki endilega hvað er verið að tala um. „Svo þegar við notum sérhæfð mælitæki sem spyrja um ákveðna hegðun og hugsanir þá kemur oft kvíðinn fram. Það er ekki óalgengt að barni sé vísað til fagaðila vegna áhyggja af hegðunarvanda en svo kemur í ljós að barnið er með kvíðaröskun og það kemur fólki jafnvel á óvart. Birtingarmynd kvíða er ekki alltaf einstaklingurinn sem skelfur á beinunum og er ofsalega hræddur heldur geta einkennin verið skapsveiflur, pirringur og jafnvel mjög kröftug skapofsaköst.“Hjálpar ekki að ofvernda barniðÍ erindinu fjallar Urður um það hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir, hjálpað barninu í gegnum þetta ef kvíðinn er vægur. „Ef barnið er með vægan kvíða er ýmislegt sem foreldrar geta prófað heima. Kvíðinn viðhelst vegna þess að barninu er leyft að sleppa við aðstæðurnar sem það óttast.“ Urður segir að ef kvíðinn einstaklingur flýr það sem hann óttast gefi það ákveðna vellíðan og létti sem valdi því að kvíðinn viðhelst og viðkomandi heldur áfram að flýja. Það er því ekki lausnin að vernda barnið fyrir því sem það óttast heldur hjálpa barninu að nálgast áreitið og kynnast því betur. „Maður þarf að gera þetta hægt og rólega í litlum skrefum. Þá hjálpum við barninu að uppgötva að það getur miklu meira en það heldur.“ Vísir/GettyAuðveldara að taka strax á kvíðanumEf að barn er með alvarlegan kvíða skiptir miklu máli að byrja að takast á við það strax. „Í fyrsta lagi er það mikilvægt vegna þess að barninu líður illa. Alvarlegur kvíði veldur hömlun í daglegu lífi og það kallar á inngrip. Í öðru lagi er oft auðveldara að snúa við svona vanda þegar hann er tiltölulega nýhafinn heldur en þegar hegðunin hefur fest sig í sessi. Í þriðja lagi viljum við koma í veg fyrir að vandinn þróist áfram, því kvíða fylgir oft þunglyndi. Hjá börnum er há fylgni milli kvíða og þunglyndis, en þunglyndiseinkennin koma oftast fram síðar og því mikilvægt að grípa snemma inn í þegar barn sýnir alvarleg kvíðaeinkenni.“ Ekki aðskildir pólarUrður segir að sín meginskilaboð séu að kvíðavandamál og hegðunarvandamál séu ekki tveir aðskildir pólar. Þessu sé oft skipt í tvennt, börn með tilfinningavanda, eins og kvíða og þunglyndi og svo börn með hegðunarvanda eins og ADHD eða mótþróaþrjóskuröskun. Þetta séu hins vegar kvillar sem tengist mikið. „Börn með hegðunarvanda eru oft einnig að glíma við tilfinningavanda. Börn með ADHD fá t.d. oftar kvíða en önnur börn, það er mun hærri tíðni þar. Rannsóknir á íslenskum börnum með ADHD sýna að það er mjög hátt hlutfall þeirra sem glímir einnig við kvíða.“ Því er mjög mikilvægt að fylgjast með líðan barna með hegðunarvanda. „Það er mjög mikil streita sem fylgir því að vera með hegðunarvanda. Barnið veldur öðrum vonbrigðum, er oft í umhverfi sem það ræður ekki við og lendir í átökum og árekstrum við aðra. Þetta reynist barninu oft erfitt og getur mótað sjálfsmynd þess á neikvæðan hátt.“Fyrirlestur Urðar frá því í hádeginu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Bein útsending: Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna Urður Njarðvík heldur fyrsta fyrirlesturinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin. 18. janúar 2018 10:45 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Í dag fór af stað ný fundarröð á vegum rektors Háskóla Íslands en hún ber heitið heitir Best fyrir börnin. Þar munu sérfræðingar innan Háskólans og utan hans fjalla um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, eins og andlega líðan, hreyfingu, svefn, læsi, snjallsímanotkun, mataræði og samskipti. Áhersla verður á að gefa hagnýt ráð styðja þannig fjölskyldur og samfélag í því að tryggja velferð barna og ungmenna. Urður Njarðvík, dósent í sálfræði, hélt fyrsta fyrirlesturinn en hann fór fram í hádeginu í hátíðarsal Háskóla Íslands og fjallar um kvíða hjá börnum og unglingum og samspil kvíða og hegðunarvanda.Merki um að kvíði sé að aukast„Mínar rannsóknir liggja fyrst og fremst á sviði hegðunarvanda. Kvíði hefur verið mikið í umræðunni og það eru ákveðnar vísbendingar um að hann sé að aukast og mér fannst við þurfa að tækla það efni. Svo tengist það svo mikið hegðunarvandanum. Bæði birtist kvíði oft sem hegðunarvandi og svo eru börn með hegðunarvanda líklegri en önnur börn til að þróa með sér kvíða. Mig langaði því að koma þeim vinkli inn í umræðuna.“ segir Urður í samtali við Vísi. „Við erum öll kvíðin annað slagið og finnum öll fyrir ótta og það er nauðsynlegt fyrir okkur til að lifa af. Kvíði er hins vegar vandamál ef óttinn er ekki aldursvarandi, veldur hömlun í daglegu lífi barnsins og hefur verið til staðar í langan tíma. Ef þetta er farið að valda truflunum í lífi barnsins þá borgar sig að leita eftir aðstoð.“ Skimanir benda til þess að tíðni kvíða sé að aukast en Urður segir að menn séu ekki alveg sammála um þetta. „Erlendar rannsóknir benda til þess að mögulega sé tíðni ákveðinna greininga aukast meðal ungmenna en þegar menn skoða fjölda tilfella í samhengi við fólksfjölgun þá er ekki stuðningur fyrir því að tíðni kvíða sé almennt að aukast.Það eru samt ákveðnar vísbendingar, þá alþjóðlega, um að það sem við köllum innhverfar raskanir og eru tilfinningatruflanir eins og þunglyndi og kvíði, séu að aukast hjá unglingsstúlkum. Þessi aukning sést ekki bara á vesturlöndum heldur víðar. Það er breyting sem þarf að skoða nánar.“ Urður segir að samfélagið sé nú miklu meðvitaðra um geðheilsu almennt. „Ég held að einhverju leyti tengist aukningin því að fólk er meira meðvitað um eigin geðheilsu. Sumir fræðimenn vilja meina að fólk sé tilbúnara til þess að svara hreinskilið í skimunarrannsóknum heldur en áður. Þannig að mögulega erum við ekki að sjá raunverulega aukningu heldur frekar aukningu í því að fólk segi frá sínum vanda“Vísir/GettySkapofsaköst oftast tengd við mótþróa Urður hefur mikla reynslu af bæði vinnu með börnum og af rannsóknum. Hún segir að börn með hegðunarvanda séu oft mjög misskilin og að einkenni kvíða séu oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja. „Til dæmis skapofsaköst. Fyrir þann sem horfir á líta þau oftast út sem frekja og árásargjörn hegðun. Þess vegna tengjum við þessa hegðun við mótþróa og skort á samstarfsvilja. En í kvíða geta komið mjög kröftug skapofsaköst og hegðunarvandi kemur oft til vegna kvíða.“ Hún segir að börn eigi oft erfitt með að tjá tilfinningar sínar. „Þau eiga erfitt með að útskýra hugsanir sínar og tilfinningar.“ Þó að barn sé spurt hvort það sé kvíðið, veit það ekki endilega hvað er verið að tala um. „Svo þegar við notum sérhæfð mælitæki sem spyrja um ákveðna hegðun og hugsanir þá kemur oft kvíðinn fram. Það er ekki óalgengt að barni sé vísað til fagaðila vegna áhyggja af hegðunarvanda en svo kemur í ljós að barnið er með kvíðaröskun og það kemur fólki jafnvel á óvart. Birtingarmynd kvíða er ekki alltaf einstaklingurinn sem skelfur á beinunum og er ofsalega hræddur heldur geta einkennin verið skapsveiflur, pirringur og jafnvel mjög kröftug skapofsaköst.“Hjálpar ekki að ofvernda barniðÍ erindinu fjallar Urður um það hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir, hjálpað barninu í gegnum þetta ef kvíðinn er vægur. „Ef barnið er með vægan kvíða er ýmislegt sem foreldrar geta prófað heima. Kvíðinn viðhelst vegna þess að barninu er leyft að sleppa við aðstæðurnar sem það óttast.“ Urður segir að ef kvíðinn einstaklingur flýr það sem hann óttast gefi það ákveðna vellíðan og létti sem valdi því að kvíðinn viðhelst og viðkomandi heldur áfram að flýja. Það er því ekki lausnin að vernda barnið fyrir því sem það óttast heldur hjálpa barninu að nálgast áreitið og kynnast því betur. „Maður þarf að gera þetta hægt og rólega í litlum skrefum. Þá hjálpum við barninu að uppgötva að það getur miklu meira en það heldur.“ Vísir/GettyAuðveldara að taka strax á kvíðanumEf að barn er með alvarlegan kvíða skiptir miklu máli að byrja að takast á við það strax. „Í fyrsta lagi er það mikilvægt vegna þess að barninu líður illa. Alvarlegur kvíði veldur hömlun í daglegu lífi og það kallar á inngrip. Í öðru lagi er oft auðveldara að snúa við svona vanda þegar hann er tiltölulega nýhafinn heldur en þegar hegðunin hefur fest sig í sessi. Í þriðja lagi viljum við koma í veg fyrir að vandinn þróist áfram, því kvíða fylgir oft þunglyndi. Hjá börnum er há fylgni milli kvíða og þunglyndis, en þunglyndiseinkennin koma oftast fram síðar og því mikilvægt að grípa snemma inn í þegar barn sýnir alvarleg kvíðaeinkenni.“ Ekki aðskildir pólarUrður segir að sín meginskilaboð séu að kvíðavandamál og hegðunarvandamál séu ekki tveir aðskildir pólar. Þessu sé oft skipt í tvennt, börn með tilfinningavanda, eins og kvíða og þunglyndi og svo börn með hegðunarvanda eins og ADHD eða mótþróaþrjóskuröskun. Þetta séu hins vegar kvillar sem tengist mikið. „Börn með hegðunarvanda eru oft einnig að glíma við tilfinningavanda. Börn með ADHD fá t.d. oftar kvíða en önnur börn, það er mun hærri tíðni þar. Rannsóknir á íslenskum börnum með ADHD sýna að það er mjög hátt hlutfall þeirra sem glímir einnig við kvíða.“ Því er mjög mikilvægt að fylgjast með líðan barna með hegðunarvanda. „Það er mjög mikil streita sem fylgir því að vera með hegðunarvanda. Barnið veldur öðrum vonbrigðum, er oft í umhverfi sem það ræður ekki við og lendir í átökum og árekstrum við aðra. Þetta reynist barninu oft erfitt og getur mótað sjálfsmynd þess á neikvæðan hátt.“Fyrirlestur Urðar frá því í hádeginu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Bein útsending: Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna Urður Njarðvík heldur fyrsta fyrirlesturinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin. 18. janúar 2018 10:45 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Bein útsending: Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna Urður Njarðvík heldur fyrsta fyrirlesturinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin. 18. janúar 2018 10:45