Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk. Vísir/Getty Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24