Norskir stjórnarerindrekar hafa lýst því yfir við Evrópusambandið, ESB, að Norðmenn muni vilja endurskoða samninga sína við sambandið fái Bretar miklu betri samninga í tengslum við útgönguna úr því heldur en þeir hafi nú. Frá þessu er greint á viðskiptavefnum E24 sem vitnar í breska blaðið The Guardian.
ESB er meðal annars sagt hafa áhyggjur af því að Norðmenn muni vilja rifta samningum um aðgang að veiðisvæðum og fiskikvóta. Í kjölfar útspils norsku stjórnarerindrekanna hafi ESB gert harðari kröfur til Breta í samningaviðræðunum.
Noregur þrýstir á vegna Brexit
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
