Aron: Tilfinningin skrýtin og leiðinleg Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2018 19:17 Aron í baráttunni í kvöld. vísir/ernir Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands, segir að þetta sé furðuleg staða sem Ísland er komið í. Þessi staða sé skrýtin og leiðinleg, en Aron var þó ánægður með sóknarleikinn. „Tilfinningin er skrýtin og leiðinleg. Við hentum þessu frá okkur á fimm mínútna kafla undir lok leiksins,” sagði Aron í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Algjör óþarf. Við vorum komnir í fjögurra marka forskot, fengum hraðaupphlaup og góð færi til þess að ná meira forskoti. Þeir náðu að skora upp úr uppstillum sóknum og skytturnar voru heitar í síðari hálfleik.” „Það var erfitt að slíta þá almennilega fram úr okkur,” en færanýting Íslands var afleit. Það tekur Aron undir. „Við spiluðum frábæran sóknarleik, en erum ekki með góða nýtingu. Það jákvæða er að við erum að fá opin færi og það voru ekki mörg skot fyrir utan hjá okkur. Mestmegnis voru þetta skot af sex metrum og dauðafæri. Við erum að slútta þessu illa.” En fóru íslensku leikmennirnir á taugum? „Ég veit það ekki. Mér fannst við samt vera að fá fín færi og sóknarleikurinn gekk ágætlega. Þeir skoruðu alltaf þegar þeir komu við punktalínuna og það var erfitt að fá alltaf mark í bakið.” „Þannig náðum við ekki að slíta okkur frá þeim. Það lítur kannski út fyrir að vera þannig, en ég var ekki alveg þar. Aftur á móti er þetta ömurlegt að ná ekki að klára þetta og treysta á aðra.” Vinni Króatía í kvöld fer Ísland áfram með tvö stig og Aron segir að lokum að þetta sé smá furðuleg staða. „Það er þetta milliriðla dót sem heldur þessu kerfi svona gangandi. Við erum auðvitað í fínni stöðu þannig séð. Króatarnir vilja fara áfram með fjögur stig og ekki gera Serbunum neinn greiða. Við treystum á það og vonumst að þeir klári sitt.” EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. 16. janúar 2018 19:04 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Geir: Vonlaust að reyna að verja forskot Lansliðsþjálfari Íslands, Geir Sveinsson, var ekki sáttur með hvernig fór þegar Ísland tapaði gegn Serbíu í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. 16. janúar 2018 19:13 Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands, segir að þetta sé furðuleg staða sem Ísland er komið í. Þessi staða sé skrýtin og leiðinleg, en Aron var þó ánægður með sóknarleikinn. „Tilfinningin er skrýtin og leiðinleg. Við hentum þessu frá okkur á fimm mínútna kafla undir lok leiksins,” sagði Aron í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Algjör óþarf. Við vorum komnir í fjögurra marka forskot, fengum hraðaupphlaup og góð færi til þess að ná meira forskoti. Þeir náðu að skora upp úr uppstillum sóknum og skytturnar voru heitar í síðari hálfleik.” „Það var erfitt að slíta þá almennilega fram úr okkur,” en færanýting Íslands var afleit. Það tekur Aron undir. „Við spiluðum frábæran sóknarleik, en erum ekki með góða nýtingu. Það jákvæða er að við erum að fá opin færi og það voru ekki mörg skot fyrir utan hjá okkur. Mestmegnis voru þetta skot af sex metrum og dauðafæri. Við erum að slútta þessu illa.” En fóru íslensku leikmennirnir á taugum? „Ég veit það ekki. Mér fannst við samt vera að fá fín færi og sóknarleikurinn gekk ágætlega. Þeir skoruðu alltaf þegar þeir komu við punktalínuna og það var erfitt að fá alltaf mark í bakið.” „Þannig náðum við ekki að slíta okkur frá þeim. Það lítur kannski út fyrir að vera þannig, en ég var ekki alveg þar. Aftur á móti er þetta ömurlegt að ná ekki að klára þetta og treysta á aðra.” Vinni Króatía í kvöld fer Ísland áfram með tvö stig og Aron segir að lokum að þetta sé smá furðuleg staða. „Það er þetta milliriðla dót sem heldur þessu kerfi svona gangandi. Við erum auðvitað í fínni stöðu þannig séð. Króatarnir vilja fara áfram með fjögur stig og ekki gera Serbunum neinn greiða. Við treystum á það og vonumst að þeir klári sitt.”
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. 16. janúar 2018 19:04 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Geir: Vonlaust að reyna að verja forskot Lansliðsþjálfari Íslands, Geir Sveinsson, var ekki sáttur með hvernig fór þegar Ísland tapaði gegn Serbíu í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. 16. janúar 2018 19:13 Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. 16. janúar 2018 19:04
Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30
Geir: Vonlaust að reyna að verja forskot Lansliðsþjálfari Íslands, Geir Sveinsson, var ekki sáttur með hvernig fór þegar Ísland tapaði gegn Serbíu í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. 16. janúar 2018 19:13
Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15