Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2018 07:00 Leikarinn Aziz Ansari var sakaður um „ósæmilega kynferðislega hegðun“ á dögunum. Hann fór á stefnumót með konu og því lauk með tárvotri heimferð í leigubíl. „Ég þurfti ítrekað að segja nei,“ skrifaði konan í skilaboðum til vinkonu sinnar. Mikið hefur verið fjallað um málið, eins og önnur mál af sama meiði, en nú er farið að bera á leiða í lesendum. Ítrekað hefur verið gripið til orðsins „nornaveiðar“ og meintar gjörðir Ansari ekki álitnar nógu alvarlegar til að réttlæta slíka aðför að mannorði góðs manns. Þetta er nefnilega svona tegund af atviki sem hingað til hefur ekki þótt ástæða til að nefna sérstaklega. Í raun bara frekar venjulegt, alls ekki fréttaefni, og flokkað sem agnarlítill og óhjákvæmilegur angi af samskiptum kynjanna. Allt svolítið í móðu, eitthvað sexí í gangi, og hugurinn einblínir á eigin nautnir. Þolmörk teygð og beygð í hita leiksins og nú þarf Ansari að svara fyrir eitthvað sem mörgum hefur alltaf þótt eðlileg þróun mála. Aziz Ansari er óneitanlega flottur gaur. Hann er fyndinn, klár, jarðbundinn og var með réttu næluna á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Og mörgum þykir eflaust erfitt að sætta sig við að hér eftir verði hann kannski nefndur í sömu andrá og allir alvöru ofbeldismennirnir sem hafa verið afhjúpaðir undanfarna mánuði. Og það fyrir smámuni í samanburði við allt hitt. En málið er að þetta snýst auðvitað um að uppræta þetta allt. Stórt og smátt. Við fordæmum náttúrulega ógeðiskallana, Harvey Weinstein og öll hin skrímslin, ekki spurning. Sjálfsagt mál. En þessi smávægilegu tilvik, þessir „núansar“ í tilhugalífinu, þau mega heldur ekki viðgangast. Góðir strákar, sem vilja vel, geta líka gengið of langt.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Leikarinn Aziz Ansari var sakaður um „ósæmilega kynferðislega hegðun“ á dögunum. Hann fór á stefnumót með konu og því lauk með tárvotri heimferð í leigubíl. „Ég þurfti ítrekað að segja nei,“ skrifaði konan í skilaboðum til vinkonu sinnar. Mikið hefur verið fjallað um málið, eins og önnur mál af sama meiði, en nú er farið að bera á leiða í lesendum. Ítrekað hefur verið gripið til orðsins „nornaveiðar“ og meintar gjörðir Ansari ekki álitnar nógu alvarlegar til að réttlæta slíka aðför að mannorði góðs manns. Þetta er nefnilega svona tegund af atviki sem hingað til hefur ekki þótt ástæða til að nefna sérstaklega. Í raun bara frekar venjulegt, alls ekki fréttaefni, og flokkað sem agnarlítill og óhjákvæmilegur angi af samskiptum kynjanna. Allt svolítið í móðu, eitthvað sexí í gangi, og hugurinn einblínir á eigin nautnir. Þolmörk teygð og beygð í hita leiksins og nú þarf Ansari að svara fyrir eitthvað sem mörgum hefur alltaf þótt eðlileg þróun mála. Aziz Ansari er óneitanlega flottur gaur. Hann er fyndinn, klár, jarðbundinn og var með réttu næluna á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Og mörgum þykir eflaust erfitt að sætta sig við að hér eftir verði hann kannski nefndur í sömu andrá og allir alvöru ofbeldismennirnir sem hafa verið afhjúpaðir undanfarna mánuði. Og það fyrir smámuni í samanburði við allt hitt. En málið er að þetta snýst auðvitað um að uppræta þetta allt. Stórt og smátt. Við fordæmum náttúrulega ógeðiskallana, Harvey Weinstein og öll hin skrímslin, ekki spurning. Sjálfsagt mál. En þessi smávægilegu tilvik, þessir „núansar“ í tilhugalífinu, þau mega heldur ekki viðgangast. Góðir strákar, sem vilja vel, geta líka gengið of langt.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun