Lögreglan greip símaþjófinn glóðvolgan á skyndibitastað Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 16:46 Vera með dóttur sinni sem er á 14. aldursári, fermist í vor og er nú komin með símann í hendur á nýjan leik. Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, birti nú rétt í þessu skilmerkilega frásögn af símaráni, æsispennandi, sem lauk með farsælum hætti. Símaþjófurinn var gripinn af vaskri sveit laganna varða þar sem hann var staddur á skyndibitastað.Símanum stolið á biðstofu læknis Vera segir að svo hafi virst sem dóttir hennar, sem er á 14. aldursári, væri að missa iPhone-síma sinn. En, hann hafði horfið á biðstofu læknis. „Við höfum heyrt svona sögur áður, og það að ólíklegt væri að hægt væri að nálgast tapaða síma aftur. En, við hjónin erum bæði flink á síma og tölvur og kunnum á þetta iPhone-kerfi,“ segir Vera í samtali við Vísi. Þau gátu séð að slökkt var á símanum þegar þau fóru að huga að honum á kerfinu. „En, um leið og kveikt var á honum fengum við staðsetninguna. Í raun er tilgangslaust að stela iPhone-símum nú um stundir. Um leið og maður skráir hann tapaðan er hann læstur og ekkert hægt að gera meir, engin leið að strauja hann eða gera neitt með hann fyrir þann sem tekur símann,“ segir Vera.Farsímar ekki tryggðir gegn stuldi Frásögn hennar má sjá í heild hér neðar, en Vera nefnir að auki að henni hafi komið það á óvart að gsm-símar eru ekki tryggðir fyrir þjófnaði. Tryggingarfélagið vísaði Veru alfarið frá með það erindi og sagði henni að gleyma því. En það eru vitaskuld nokkur verðmæti í snjallsímum, þó þessi tiltekni iPhone hafi ekki verið allra nýjasta gerð. „En, já, þeir geta verið verðmætir. Og ekkert líklegt að lögreglan hefði verið laus að sinna svona útkalli en þeir höfðu tök á því. Og unglingurinn er kominn með símann í hendur aftur, alsæl,“ segir Vera og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu í málinu.Frásögn Veru - Saga af símaFrumburðurinn varð fyrir því óláni að símanum hennar var stolið í morgun um kl. 9.55. Pabbi hennar fór með hana til læknis og rétt á meðan tímanum stóð, var síminn tekinn úr biðstofunni.Við brugðumst strax við:a) athuguðum find my iphone (sem ekki gekk því það var búið að slökkva á símanum, sem auðvitað gaf til kynna að honum hefði verið stolið!)b) stilltum skilaboð inni á Find my iphone að það væru fundarlaun í boði fyrir að skila símanum og símanúmer sem ætti að hafa samband við.c) lögðum smá inneign inn á símann, þar sem unglingurinn var búinn að klára inneignina sína. Með því móti höfðum við vissu fyrir því að ef kveikt yrði á símanum að finnandinn myndi sjá skilaboð um fundarlaun, og símanúmer til að hringja í til að skila símanum.d) Hafþór fór strax á lögreglustöðina og tilkynnti um símastuldinn. Hann fékk þær upplýsingar að það væri nær ómögulegt að finna svona síma og við gætum gleymt þessu. e) hringdum í tryggingarfélagið - en það skilaði nú ekki miklu þar sem mér var sagt að símaþjófnaður væri ekki bættur af tryggingunum!Um hádegi er kveikt á símanum - og við sjáum staðsetninguna á honum. Fylgjumst með hvernig hann ferðast um höfuðborgina og endar á skyndibitastað á höfuðborgarsvæðinu.Við hringjum í lögregluna, og ég segi þeim að ég sjái staðsetninguna á símanum og að ég geti látið hann gefa hátt hljóðmerki úr “find my iphone" appinu ef þeir fari á staðinn. Lögreglan segist ætla að athuga málið ef þeir hafi tök á.Eftir skamma stund hringir lögreglan í mig - og segist vera mætt á skyndibitastaðinn. Ég sit heima við tölvuna og læt símann gefa hljóðmerki. Einu sinni - og ekkert gerist - aftur - og ekkert gerist - og við þriðja skiptið segir lögreglumaðurinn mér að þeir séu búnir að ná þeim sem tók símann!!Um klukkutíma síðar hringir lögreglan aftur og segir mér að okkur sé óhætt að sækja símann á lögreglustöðina.Við fjölskyldan erum ótrúlega þakklát lögreglunni fyrir að bregðast svona vel við! Þótt einn sími sé lítilvæglegur, þá er hann nánast lífið í augum unglings, en mikilvægast er auðvitað lærdómurinn um að gæta að eigum sínum og ekki síður hvað við erum heppin hér á Íslandi að eiga svona almennilega og liðlega lögreglumenn! Á meðan fólk í sumum löndum óttast lögregluna vitum við að við getum leitað til hennar eftir aðstoð.Hjartans þakkir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu! Lögreglumál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, birti nú rétt í þessu skilmerkilega frásögn af símaráni, æsispennandi, sem lauk með farsælum hætti. Símaþjófurinn var gripinn af vaskri sveit laganna varða þar sem hann var staddur á skyndibitastað.Símanum stolið á biðstofu læknis Vera segir að svo hafi virst sem dóttir hennar, sem er á 14. aldursári, væri að missa iPhone-síma sinn. En, hann hafði horfið á biðstofu læknis. „Við höfum heyrt svona sögur áður, og það að ólíklegt væri að hægt væri að nálgast tapaða síma aftur. En, við hjónin erum bæði flink á síma og tölvur og kunnum á þetta iPhone-kerfi,“ segir Vera í samtali við Vísi. Þau gátu séð að slökkt var á símanum þegar þau fóru að huga að honum á kerfinu. „En, um leið og kveikt var á honum fengum við staðsetninguna. Í raun er tilgangslaust að stela iPhone-símum nú um stundir. Um leið og maður skráir hann tapaðan er hann læstur og ekkert hægt að gera meir, engin leið að strauja hann eða gera neitt með hann fyrir þann sem tekur símann,“ segir Vera.Farsímar ekki tryggðir gegn stuldi Frásögn hennar má sjá í heild hér neðar, en Vera nefnir að auki að henni hafi komið það á óvart að gsm-símar eru ekki tryggðir fyrir þjófnaði. Tryggingarfélagið vísaði Veru alfarið frá með það erindi og sagði henni að gleyma því. En það eru vitaskuld nokkur verðmæti í snjallsímum, þó þessi tiltekni iPhone hafi ekki verið allra nýjasta gerð. „En, já, þeir geta verið verðmætir. Og ekkert líklegt að lögreglan hefði verið laus að sinna svona útkalli en þeir höfðu tök á því. Og unglingurinn er kominn með símann í hendur aftur, alsæl,“ segir Vera og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu í málinu.Frásögn Veru - Saga af símaFrumburðurinn varð fyrir því óláni að símanum hennar var stolið í morgun um kl. 9.55. Pabbi hennar fór með hana til læknis og rétt á meðan tímanum stóð, var síminn tekinn úr biðstofunni.Við brugðumst strax við:a) athuguðum find my iphone (sem ekki gekk því það var búið að slökkva á símanum, sem auðvitað gaf til kynna að honum hefði verið stolið!)b) stilltum skilaboð inni á Find my iphone að það væru fundarlaun í boði fyrir að skila símanum og símanúmer sem ætti að hafa samband við.c) lögðum smá inneign inn á símann, þar sem unglingurinn var búinn að klára inneignina sína. Með því móti höfðum við vissu fyrir því að ef kveikt yrði á símanum að finnandinn myndi sjá skilaboð um fundarlaun, og símanúmer til að hringja í til að skila símanum.d) Hafþór fór strax á lögreglustöðina og tilkynnti um símastuldinn. Hann fékk þær upplýsingar að það væri nær ómögulegt að finna svona síma og við gætum gleymt þessu. e) hringdum í tryggingarfélagið - en það skilaði nú ekki miklu þar sem mér var sagt að símaþjófnaður væri ekki bættur af tryggingunum!Um hádegi er kveikt á símanum - og við sjáum staðsetninguna á honum. Fylgjumst með hvernig hann ferðast um höfuðborgina og endar á skyndibitastað á höfuðborgarsvæðinu.Við hringjum í lögregluna, og ég segi þeim að ég sjái staðsetninguna á símanum og að ég geti látið hann gefa hátt hljóðmerki úr “find my iphone" appinu ef þeir fari á staðinn. Lögreglan segist ætla að athuga málið ef þeir hafi tök á.Eftir skamma stund hringir lögreglan í mig - og segist vera mætt á skyndibitastaðinn. Ég sit heima við tölvuna og læt símann gefa hljóðmerki. Einu sinni - og ekkert gerist - aftur - og ekkert gerist - og við þriðja skiptið segir lögreglumaðurinn mér að þeir séu búnir að ná þeim sem tók símann!!Um klukkutíma síðar hringir lögreglan aftur og segir mér að okkur sé óhætt að sækja símann á lögreglustöðina.Við fjölskyldan erum ótrúlega þakklát lögreglunni fyrir að bregðast svona vel við! Þótt einn sími sé lítilvæglegur, þá er hann nánast lífið í augum unglings, en mikilvægast er auðvitað lærdómurinn um að gæta að eigum sínum og ekki síður hvað við erum heppin hér á Íslandi að eiga svona almennilega og liðlega lögreglumenn! Á meðan fólk í sumum löndum óttast lögregluna vitum við að við getum leitað til hennar eftir aðstoð.Hjartans þakkir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu!
Lögreglumál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira