EM-dagbókin: Viljum ekki Strand(a) aftur Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 15:00 myndvinnsla/garðar Lokadagur í Split runninn upp. Allt getur gerst og það er mikil spenna hérna í Paladium-höllinni. Starfsfólkið er óvenju brosmilt. Það veit að á eftir verður pakkað saman og verkum þeirra lýkur. Sjálfboðaliðarnir á svona móti skipta hundruðum og án þeirra er ekki hægt að halda svona viðburði. Á meðal sjálfboðaliða er bílstjórinn sem keyrir fjölmiðlarútuna. Oftar en ekki nota hana margir fjölmiðlamenn en hér í Split hefur rútan einungis verið notuð af þremur íslenskum fjölmiðlamönnum.Böddi og Ernir hafa það notalegt í rútunni.vísir/hbgBílstjórinn er bara að skutla mér, Bödda tökumanni og Erni ljósmyndara. Eðlilega þreyttist hann á að mæta upp á hótel á hverjum klukkutíma og því gaf hann okkur bara símanúmerið sitt. Sagði okkur bara að hringja þegar við þurftum skutl. Við hringjum og 10 mínútum seinna er hann mættur með rútuna sem er af stærri gerðinni. Stórkostlegt. Svona á að ferðast. Á svona dögum þegar allt getur gerst þá reikar hugurinn eðlilega til fyrri móta þegar spennan var mikil á lokadegi riðlakeppninnar. Hún var reyndar ekkert svo mikil spennan í Sviss árið 2006. Áttum bara eftir leik gegn Norðmönnum og á þeim árum átti það að vera formsatriði að klára Norðmenn. Því miður hefur það breyst. Þeir eru orðnir óþolandi góðir. Svo öruggir vorum við með sigur að ákveðið var að senda ljósmyndara til móts við mig á mótið. Pjetur félagi minn átti að ná Noregsleiknum og klára svo mótið með mér. Líf og fjör.Strand er hér að elta Ólaf Stefánsson í leiknum fræga árið 2006. Óli var góður í leiknum með 9 mörk en Strand skoraði 19. Rugl.vísir/epaÞað var ekki mikið líf og fjör eftir leik því Íslandi tókst að tapa þeim leik, 33-36, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það ótrúlegasta við leikinn er sú staðreynd að miðlungsmaðurinn Kjetil Strand gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Já, nitján stykki. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi samt verið tekinn úr umferð í leiknum. Allt mjög eðlilegt. Þetta tap þýddi einfaldlega það að Ísland var úr leik og Pjetur greyið þurfti að fara aftur heim degi eftir að hann kom út. Ekki ferð til fjár hjá kallinum þarna. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki svona illa hjá strákunum okkar í dag. Ég nenni ekki að sjá einhvern serbneskan Strand á vellinum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00 Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30 Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00 Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Lokadagur í Split runninn upp. Allt getur gerst og það er mikil spenna hérna í Paladium-höllinni. Starfsfólkið er óvenju brosmilt. Það veit að á eftir verður pakkað saman og verkum þeirra lýkur. Sjálfboðaliðarnir á svona móti skipta hundruðum og án þeirra er ekki hægt að halda svona viðburði. Á meðal sjálfboðaliða er bílstjórinn sem keyrir fjölmiðlarútuna. Oftar en ekki nota hana margir fjölmiðlamenn en hér í Split hefur rútan einungis verið notuð af þremur íslenskum fjölmiðlamönnum.Böddi og Ernir hafa það notalegt í rútunni.vísir/hbgBílstjórinn er bara að skutla mér, Bödda tökumanni og Erni ljósmyndara. Eðlilega þreyttist hann á að mæta upp á hótel á hverjum klukkutíma og því gaf hann okkur bara símanúmerið sitt. Sagði okkur bara að hringja þegar við þurftum skutl. Við hringjum og 10 mínútum seinna er hann mættur með rútuna sem er af stærri gerðinni. Stórkostlegt. Svona á að ferðast. Á svona dögum þegar allt getur gerst þá reikar hugurinn eðlilega til fyrri móta þegar spennan var mikil á lokadegi riðlakeppninnar. Hún var reyndar ekkert svo mikil spennan í Sviss árið 2006. Áttum bara eftir leik gegn Norðmönnum og á þeim árum átti það að vera formsatriði að klára Norðmenn. Því miður hefur það breyst. Þeir eru orðnir óþolandi góðir. Svo öruggir vorum við með sigur að ákveðið var að senda ljósmyndara til móts við mig á mótið. Pjetur félagi minn átti að ná Noregsleiknum og klára svo mótið með mér. Líf og fjör.Strand er hér að elta Ólaf Stefánsson í leiknum fræga árið 2006. Óli var góður í leiknum með 9 mörk en Strand skoraði 19. Rugl.vísir/epaÞað var ekki mikið líf og fjör eftir leik því Íslandi tókst að tapa þeim leik, 33-36, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það ótrúlegasta við leikinn er sú staðreynd að miðlungsmaðurinn Kjetil Strand gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Já, nitján stykki. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi samt verið tekinn úr umferð í leiknum. Allt mjög eðlilegt. Þetta tap þýddi einfaldlega það að Ísland var úr leik og Pjetur greyið þurfti að fara aftur heim degi eftir að hann kom út. Ekki ferð til fjár hjá kallinum þarna. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki svona illa hjá strákunum okkar í dag. Ég nenni ekki að sjá einhvern serbneskan Strand á vellinum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00 Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30 Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00 Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00
Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30
Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00
Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00
Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti