Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 17:39 Ekki var fallist á sýknukröfu flugfélagsins. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvor um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016.Óveður um morgun olli töfum um kvöldFarþegarnir áttu flug með WOW air frá London til Keflavíkur þann 19. desember 2016 kl. 19:50 og var gert ráð fyrir lendingu hér heima kl. 23:25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og flaug vélin frá London kl. 23:29 og lenti 3:23. Segir í bréfi frá félaginu að ástæða tafarinnar hafi verið óveður í Keflavík um fyrr um morguninn sem olli því að vélin fór seinna af stað. Í bréfinu segir að veðrið hafi neytt flugrekendur til þess að kyrrsetja vélar sínar og aðstæðurnar því óviðráðanlegar. Þar af leiðandi væri félagið laust undan bótaskyldu.Vísuðu til niðurstaðna EvrópudómstólsinsKrafa stefnenda byggði á meginreglum skaðabótarréttar á skaðabótalögum og reglugerð um skaðabætur og aðstoð handa farþegum í flugi sem neitað er um far eða flugi þeirra aflýst, seinkað, flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Einnig var vísað til reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (EB) um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar seinkun verður eða flugi aflýst. Var farið fram á að WOW air greiddi hvorum farþega skaðabætur að fjárhæð 47.483 kr. Þá vísaði lögmaður stefnenda til fjölda svipaðra mála er fóru fyrir Evrópudómstólinn. Eru þónokkur fordæmi fyrir því að flugfélögum hafi verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna tafa eða aflýstra fluga. WOW air byggði sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá segir einnig í sýknukröfunni að „bótareglur“ reglugerðar 261/2004 „skorti með öllu lagastoð í íslenskum rétti“. Tekin var skýrsla af deildarstjóra flugumsjónar WOW air sem sagði að óveðrið um morguninn hafi komið af stað keðjuverkun sem varð þess valdandi að flugið tafðist um kvöldið. Það hafi snjóað og ísing fest á bæði flugvelli og flugvélum sem gerði þjónustuaðilum erfitt fyrir.Eiga von á áfrýjun Var það niðurstaða dómsins að óviðráðanlegar aðstæður sem valda seinkun flugs leiði ekki sjálfkrafa til þess að seinkun síðari flugferða af sömu orsökum teljist vera af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra. WOW air hafi því átt að vera fært að koma í veg fyrir tafir á seinni flugum dagsins þrátt fyrir tafir um morguninn. Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis segir lögmaður flugfélagsins að ekki sé búið að leggjast yfir dóminn í heild sinni en á hann „frekar von á því“ að niðurstöðunni verði áfrýjað. Líklegt þykir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi sökum þess hve upphæðin er lág. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvor um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016.Óveður um morgun olli töfum um kvöldFarþegarnir áttu flug með WOW air frá London til Keflavíkur þann 19. desember 2016 kl. 19:50 og var gert ráð fyrir lendingu hér heima kl. 23:25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og flaug vélin frá London kl. 23:29 og lenti 3:23. Segir í bréfi frá félaginu að ástæða tafarinnar hafi verið óveður í Keflavík um fyrr um morguninn sem olli því að vélin fór seinna af stað. Í bréfinu segir að veðrið hafi neytt flugrekendur til þess að kyrrsetja vélar sínar og aðstæðurnar því óviðráðanlegar. Þar af leiðandi væri félagið laust undan bótaskyldu.Vísuðu til niðurstaðna EvrópudómstólsinsKrafa stefnenda byggði á meginreglum skaðabótarréttar á skaðabótalögum og reglugerð um skaðabætur og aðstoð handa farþegum í flugi sem neitað er um far eða flugi þeirra aflýst, seinkað, flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Einnig var vísað til reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (EB) um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar seinkun verður eða flugi aflýst. Var farið fram á að WOW air greiddi hvorum farþega skaðabætur að fjárhæð 47.483 kr. Þá vísaði lögmaður stefnenda til fjölda svipaðra mála er fóru fyrir Evrópudómstólinn. Eru þónokkur fordæmi fyrir því að flugfélögum hafi verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna tafa eða aflýstra fluga. WOW air byggði sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá segir einnig í sýknukröfunni að „bótareglur“ reglugerðar 261/2004 „skorti með öllu lagastoð í íslenskum rétti“. Tekin var skýrsla af deildarstjóra flugumsjónar WOW air sem sagði að óveðrið um morguninn hafi komið af stað keðjuverkun sem varð þess valdandi að flugið tafðist um kvöldið. Það hafi snjóað og ísing fest á bæði flugvelli og flugvélum sem gerði þjónustuaðilum erfitt fyrir.Eiga von á áfrýjun Var það niðurstaða dómsins að óviðráðanlegar aðstæður sem valda seinkun flugs leiði ekki sjálfkrafa til þess að seinkun síðari flugferða af sömu orsökum teljist vera af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra. WOW air hafi því átt að vera fært að koma í veg fyrir tafir á seinni flugum dagsins þrátt fyrir tafir um morguninn. Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis segir lögmaður flugfélagsins að ekki sé búið að leggjast yfir dóminn í heild sinni en á hann „frekar von á því“ að niðurstöðunni verði áfrýjað. Líklegt þykir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi sökum þess hve upphæðin er lág.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12