Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2018 12:18 Dagskráin verður þétt hjá forsetahjónunum í Svíþjóð. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent