Víða ófært vegna veðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 10:18 vísir/anton brink Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur og fara hviður sums staðar í 45 m/s norðanlands. Mun það lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Gengur á með dimmum éljum í allan dag á Vestfjörðum og suður í Dali og Bröttubrekku og eins yfir Holtavörðuheiði. Um 17-20 m/s og lengst af lítið skyggni. Hefur veginum um Þröskulda á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verið lokað vegna veðurs. Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.' Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er m.a. á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs og er hún í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra. Búast má við að skyggni gei tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á fjallvegum. Eru ferðalangar beðnir um að huga vel að veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur og fara hviður sums staðar í 45 m/s norðanlands. Mun það lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Gengur á með dimmum éljum í allan dag á Vestfjörðum og suður í Dali og Bröttubrekku og eins yfir Holtavörðuheiði. Um 17-20 m/s og lengst af lítið skyggni. Hefur veginum um Þröskulda á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verið lokað vegna veðurs. Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.' Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er m.a. á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs og er hún í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra. Búast má við að skyggni gei tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á fjallvegum. Eru ferðalangar beðnir um að huga vel að veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18