Víða ófært vegna veðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 10:18 vísir/anton brink Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur og fara hviður sums staðar í 45 m/s norðanlands. Mun það lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Gengur á með dimmum éljum í allan dag á Vestfjörðum og suður í Dali og Bröttubrekku og eins yfir Holtavörðuheiði. Um 17-20 m/s og lengst af lítið skyggni. Hefur veginum um Þröskulda á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verið lokað vegna veðurs. Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.' Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er m.a. á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs og er hún í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra. Búast má við að skyggni gei tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á fjallvegum. Eru ferðalangar beðnir um að huga vel að veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur og fara hviður sums staðar í 45 m/s norðanlands. Mun það lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Gengur á með dimmum éljum í allan dag á Vestfjörðum og suður í Dali og Bröttubrekku og eins yfir Holtavörðuheiði. Um 17-20 m/s og lengst af lítið skyggni. Hefur veginum um Þröskulda á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verið lokað vegna veðurs. Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.' Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp. Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er m.a. á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs og er hún í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra. Búast má við að skyggni gei tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á fjallvegum. Eru ferðalangar beðnir um að huga vel að veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18