Króatar völtuðu yfir nágranna sína frá Serbíu í seinni leik fyrstu umferðar A-riðils á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.
Þessar þjóðir bera litla nágrannaást sín á milli og tóku króatísk yfirvöld þá ákvörðun að banna serbneskum stuðninsgmönnum aðgang að vellinum því þau treystu sér ekki til þess að tryggja öryggi þeirra.
Niðri á keppnisgólfinu var fljótt ljóst í hvað stefndi, Króatar voru komnir með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútum. Serbarnir náðu að halda í við þá til að byrja með, en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks sigldu heimamenn fram úr og fóru með fimm marka forystu til leikhlés, 14-9.
Leikurinn hélt svo áfram í sama horfi eftir leikhléið, Króatar hægt og rólega juku forystu sína. Serbar áttu nokkra spretti inn á milli, en náðu þó aldrei að komast nálægt Króötum og leikurinn fór að lokum 32-22, tíu marka sigur Króata.
Króatar taka því toppsæti A-riðils að loknum fyrsta keppnisdegi með tvö stig. Íslendingar eru einnig með tvö stig, en markatala Íslands er slakari en Króata og því annað sæti okkar.
Auðvelt hjá Króötum

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti