Sér nú fyrir endann á langri stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Merkel og Schulz tókust í hendur á blaðamannafundinum. Nordicphotos/AFP Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira