Stefna á nýja ríkisstjórn um páska Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2018 20:08 Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar. Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar.
Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira