Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2018 19:10 Guðjón Valur í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Fyrirliðinn Guðjón Valur var auðvitað hæstánægður með sigur strákanna okkar á Svíum, 26-24, þó svo að það hafi gengið á ýmsu í leiknum. „Þetta er eins og manni dreymir um fyrir leik - það gekk allt upp hjá okkur en ekkert hjá þeim. Það var vitað mál að það yrði erfitt að halda sama dampi og þeir spila annan hálfleik illa. Það var gott að klára þetta þó þetta hafa hikstað óþarflega í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að leikskipulagið hafi verið á hreinu hjá íslenska liðinu og að þeim hafi tekist að vinna þær baráttur úti á vellinum sem þeir ætluðu sér að gera. „Við fengum þar af leiðandi mjög góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að taka aðeins meiri áhættur í seinni hálfleik sem gerði markverðinum þeirra auðvelt fyrir,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. Ísland skoraði ekki á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og var Guðjón Valur spurður út í hinn fræga slæma kafla eins og hann var gerður á HM í Frakklandi í fyrra, við litla hrifningu hans. Sjá einnig: Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig „Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft eins og í fyrra - ákvaðstu það fyrir mót?“ sagði Guðjón Valur þá í léttum dúr. „Það var enginn slæmur kafli. En nei, nei - þetta var orðið mjög þétt hjá þeim og okkur tókst engan veginn að opna vörnina hjá þeim, þrátt fyrir að við reyndum öll okkar kerfi. En við skoruðum undir lokin og það var það sem skiptir máli.“ Guðjón Valur vildi þrátt fyrir allt ekki gera of mikið úr sigri Íslands. „Við erum samt að fara að spila við Króatíu eftir tvo daga. Auðvitað líður manni vel með 2 stig en það er stórhættulegt að ætla að verða ánægður og glaður. Planið breytist ekki hjá okkur. Þetta lögðum við samt upp með og þetta er gott veganesti fyrir framhaldið.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Fyrirliðinn Guðjón Valur var auðvitað hæstánægður með sigur strákanna okkar á Svíum, 26-24, þó svo að það hafi gengið á ýmsu í leiknum. „Þetta er eins og manni dreymir um fyrir leik - það gekk allt upp hjá okkur en ekkert hjá þeim. Það var vitað mál að það yrði erfitt að halda sama dampi og þeir spila annan hálfleik illa. Það var gott að klára þetta þó þetta hafa hikstað óþarflega í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að leikskipulagið hafi verið á hreinu hjá íslenska liðinu og að þeim hafi tekist að vinna þær baráttur úti á vellinum sem þeir ætluðu sér að gera. „Við fengum þar af leiðandi mjög góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að taka aðeins meiri áhættur í seinni hálfleik sem gerði markverðinum þeirra auðvelt fyrir,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. Ísland skoraði ekki á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og var Guðjón Valur spurður út í hinn fræga slæma kafla eins og hann var gerður á HM í Frakklandi í fyrra, við litla hrifningu hans. Sjá einnig: Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig „Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft eins og í fyrra - ákvaðstu það fyrir mót?“ sagði Guðjón Valur þá í léttum dúr. „Það var enginn slæmur kafli. En nei, nei - þetta var orðið mjög þétt hjá þeim og okkur tókst engan veginn að opna vörnina hjá þeim, þrátt fyrir að við reyndum öll okkar kerfi. En við skoruðum undir lokin og það var það sem skiptir máli.“ Guðjón Valur vildi þrátt fyrir allt ekki gera of mikið úr sigri Íslands. „Við erum samt að fara að spila við Króatíu eftir tvo daga. Auðvitað líður manni vel með 2 stig en það er stórhættulegt að ætla að verða ánægður og glaður. Planið breytist ekki hjá okkur. Þetta lögðum við samt upp með og þetta er gott veganesti fyrir framhaldið.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00