Íslenska landsliðið vann 6-0 sigur á úrvalsliði Indónesíu í gær eftir að hafa skorað fimm mörk í seinni hálfleiknum en staðan var 1-0 í hálfleik.
Ísland æfir á morgun á keppnisvellinum sjálfum í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Þess má geta að gríðarlegur áhugi er á leiknum í Jakarta og hefur KSÍ fengið þær fregnir að uppselt sé á leikinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KSÍ. Völlurinn tekur um 76 þúsund manns í sæti svo ljóst er að stemningin verður mikil.
Það er ekki á hverjum degir sem íslenskt landslið spilar fyrir meira en 75 þúsund manns.
Leiknum á sunnudaginn hefur verið frestað um 30 mínútur og hefst því klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma.
