Fær að halda dælunum gangandi um sinn Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 15:15 Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum. mynd/gunnhildur gísladóttir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri. Neytendur Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri.
Neytendur Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira