Nýfæddar stjörnur í glóandi gasskýi í nýju myndbandi NASA Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:30 Nýfæddar stjörnur, glóandi gas og rykskífur sem eru að mynda ný sólkerfi eru á meðal þess sem ber fyrir augu í myndbandinu af Sverðþokunni. NASA, ESA, F. Summers, G. Bacon, Z. Levay, J. DePasquale, L. Frattare, M. Robberto and M. Gennaro (STScI), and R. Hurt (Caltech/IPAC) Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sameinað myndir frá tveimur geimsjónaukum til þess að búa til þrívíddarlíkan af Sverðþokunni, skærustu stjörnuþokunni á næturhimninum, í nýju myndbandi. Með því geta áhorfendur skoðað fæðingarstað stjarna í þokunni. Sverðþokan, einnig þekkt sem Messier 42, er það stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni sem er næst jörðinni. Hún er jafnframt eitt bjartasta fyrirbærið á næturhiminum og þekur fjórfalt stærra svæði en fullt tungl, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Hún er um 24 ljósár að þvermáli og sést jafnvel með berum augum frá jörðinni. Hana má finna sunnan Fjósakvennanna í stjörnumerkinu Óríon. Augu manna geta þó ekki greint Sverðþokuna í öllu sínu veldi. Því skeyttu sérfræðingar NASA saman myndum frá Hubble-geimsjónaukanum, sem tekur myndir á sýnilega hluta litrófsins auk útfjólublá og nærinnrauða hlutans, við myndir frá Spitzer-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir innrauðu ljósi. Með hjálp þess sem þeir kalla „Hollywood-brellur“ bjuggu þeir til myndband af flugi í gegnum Sverðþokuna í þrívídd. „Að geta flogið í gegnum vefnað stjörnuþokunnar í þremur víddum gefur fólki miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig alheimurinn er í raun og veru,“ segir Frank Summers frá Geimsjónaukavísindastofnuninni (STScI) sem leiddi hópinn sem setti saman myndbandið hjá NASA. Tækni Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sameinað myndir frá tveimur geimsjónaukum til þess að búa til þrívíddarlíkan af Sverðþokunni, skærustu stjörnuþokunni á næturhimninum, í nýju myndbandi. Með því geta áhorfendur skoðað fæðingarstað stjarna í þokunni. Sverðþokan, einnig þekkt sem Messier 42, er það stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni sem er næst jörðinni. Hún er jafnframt eitt bjartasta fyrirbærið á næturhiminum og þekur fjórfalt stærra svæði en fullt tungl, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Hún er um 24 ljósár að þvermáli og sést jafnvel með berum augum frá jörðinni. Hana má finna sunnan Fjósakvennanna í stjörnumerkinu Óríon. Augu manna geta þó ekki greint Sverðþokuna í öllu sínu veldi. Því skeyttu sérfræðingar NASA saman myndum frá Hubble-geimsjónaukanum, sem tekur myndir á sýnilega hluta litrófsins auk útfjólublá og nærinnrauða hlutans, við myndir frá Spitzer-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir innrauðu ljósi. Með hjálp þess sem þeir kalla „Hollywood-brellur“ bjuggu þeir til myndband af flugi í gegnum Sverðþokuna í þrívídd. „Að geta flogið í gegnum vefnað stjörnuþokunnar í þremur víddum gefur fólki miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig alheimurinn er í raun og veru,“ segir Frank Summers frá Geimsjónaukavísindastofnuninni (STScI) sem leiddi hópinn sem setti saman myndbandið hjá NASA.
Tækni Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira