Erlent

Oprah gæti haft Trump undir samkvæmt könnunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Óljósar fréttir hafa borist af því hvort að Oprah Winfrey hafi hug á að bjóða sig fram til forseta.
Óljósar fréttir hafa borist af því hvort að Oprah Winfrey hafi hug á að bjóða sig fram til forseta. Vísir/AFP
Tvær skoðanakannanir sem birtust í dag benda til þess að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey ætti möguleika á að sigra Donald Trump í forsetakosningum árið 2020 ef hún byði sig fram fyrir demókrata.

Umræða um mögulegt forsetaframboð Winfrey fékk byr undir báða vængi á sunnudagskvöld þegar hún hélt innblásna ræðu um hlutskipti kvenna þegar hún tók við verðlaunum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni.

Könnun sem  frjálslyndur hópur lét gera bendir til þess að Trump og Winfrey yrðu nær hnífjöfn ef kosið yrði á milli þeirra. Samkvæmt annarri sem var gerð fyrir NPR-útvarpsstöðina ynni Winfrey öruggan sigur með 50% atkvæða gegn 39% Trump. Í báðum könnunum voru yfir 10% svarenda óákveðnir.

Þrátt fyrir Winfrey hefði forskot í könnun í NPR sögðust 54% svarenda jafnframt að þeir vildu ekki að hún byði sig fram til forseta, að því er segir í frétt Politico.


Tengdar fréttir

Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð

Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar.

Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu

Ræða Opruh Winfrey á Golden Globes hlaut góðar undirtektir. Frægðarmenni skora á hana að fara í forsetaframboð. Winfrey sjálf ýjað að áhuga sem og lýst því yfir að hún ætli ekki í framboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×