Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:47 Trump skildi ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka á móti fólki frá löndum sem hann telur vera skítaholur. Vísir/AFP Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent