Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:47 Trump skildi ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka á móti fólki frá löndum sem hann telur vera skítaholur. Vísir/AFP Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira