Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:07 Taka þarf kolaorkuver um allan heim úr notkun á allra næstu árum ef menn ætla að draga nógu mikið úr losun á gróðurhúsalofttegundum til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vísir/AFP Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39