Arnar Freyr: Öll gagnrýni er frábær Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 12. janúar 2018 11:00 Arnar Freyr í Paladium-höllinni í gær. vísir/ernir Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég þekki helminginn af liðinu og hef spilað með mörgum þeirra. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Arnar sem ætlar að láta Svíana finna fyrir því. „Heldur betur. Það er markmiðið að lemja þá í vörninni og keyra vel á þá.“ Þessi stóri og stæðilegi leikmaður þreytti frumraun sína á stórmóti í Frakklandi fyrir ári síðan og veit því vel núna hvað hann er að fara út í. „Síðast var maður að læra inn á hlutina en núna er maður reynslunni ríkari. Þá ætti ég að hafa meiri fókus, hugsa um liðið og fara að vinna einhverja leiki.“ Línumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Svíum í október og hann segist hafa tekið þeirri gagnrýni vel. „Ég tók gagnrýnina til mín og á mig eins og á að gera. Ég fór svo að hugsa um sjálfan mig og pæla í hvað ég geti gert betur. Ég er léttari núna og hef líka bætt þolið. Ég skil leikinn líka vonandi aðeins betur. Því er ég mun tilbúnari í þetta mót en það síðasta,“ segir Arnar en hann fagnar allri gagnrýni og fór ekki í neina fýlu yfir henni. „Öll gagnrýni er frábær og maður elskar þegar allir eru að segja eitthvað um mann. Það er geggjað og fínt að fá comment því þá bæti ég mig bara.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00 EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég þekki helminginn af liðinu og hef spilað með mörgum þeirra. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Arnar sem ætlar að láta Svíana finna fyrir því. „Heldur betur. Það er markmiðið að lemja þá í vörninni og keyra vel á þá.“ Þessi stóri og stæðilegi leikmaður þreytti frumraun sína á stórmóti í Frakklandi fyrir ári síðan og veit því vel núna hvað hann er að fara út í. „Síðast var maður að læra inn á hlutina en núna er maður reynslunni ríkari. Þá ætti ég að hafa meiri fókus, hugsa um liðið og fara að vinna einhverja leiki.“ Línumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Svíum í október og hann segist hafa tekið þeirri gagnrýni vel. „Ég tók gagnrýnina til mín og á mig eins og á að gera. Ég fór svo að hugsa um sjálfan mig og pæla í hvað ég geti gert betur. Ég er léttari núna og hef líka bætt þolið. Ég skil leikinn líka vonandi aðeins betur. Því er ég mun tilbúnari í þetta mót en það síðasta,“ segir Arnar en hann fagnar allri gagnrýni og fór ekki í neina fýlu yfir henni. „Öll gagnrýni er frábær og maður elskar þegar allir eru að segja eitthvað um mann. Það er geggjað og fínt að fá comment því þá bæti ég mig bara.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00 EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00
EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00
Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00
Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15
Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30