Körfubolti

Aftur steinlágu LeBron og félagar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það gengur illa hjá LeBron og hans mönnum þessa dagana.
Það gengur illa hjá LeBron og hans mönnum þessa dagana. Vísir/Getty
Cleveland Cavaliers mátti þola sitt stærsta tap á tímabilinu til þessa er liðið steinlá fyrir Toronto á útivelli, 133-99. Cleveland hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.

LeBron James, sem skoraði 26 stig í leiknum í nótt, og félagar töpuðu með 28 stiga mun fyrir Minnesota á mánudagskvöld og hefur liðið nú fengið á sig minnst 127 stig í þremur leikjum í röð.

Þessi lægð hjá Cleveland hófst með tapi fyrir meisturum Golden State Warriors á jóladag og virðist tapið hafa slegið leikmenn út af laginu. Isaiah Thomas fann sig ekki í nótt og klikkaði á fyrstu ellefu skotum sínum í leiknum.

Fred VanVleet skoraði 22 stig fyrir Toronto sem var þrátt fyrir sigurinn án tveggja byrjunarliðsmanna í nótt - Kyle Lowry og Serge Ibaka.



Boston vann Philadelphia, 114-103, en leikurinn fór fram í London í Englandi. Philadelphia náði 22 stiga forystu í leiknum en Boston náði að snúa leiknum sér í vil.

Kyrie Irving skoraði 20 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst en þetta var sjöundi sigur Boston í röð.

JJ Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem byrjaði frábærlega gegn frábærri vörn Boston.



LA Lakers vann San Antonio, 93-81, og þar með þriðja leik sinn í röð. Þetta í er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Lakers vinnur þrjá leiki í röð. Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Lakers og Lonzo Ball átján.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Boston 103-1174

Toronto - Cleveland 133-99

Sacramento - LA Clippers 115-121

LA Lakers - San Antonio 93-81

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×