Barcelona komst örugglega áfram í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Börsungar mættu Celta Vigo á heimavelli sínum, en fyrri leikur liðanna fór með 1-1 jafntefli og því allt opið í einvíginu fyrir leikinn.
Það tók Lionel Messi hins vegar aðeins 13. mínútur að koma heimamönnum yfir eftir stoðsendingu Jordi Alba. Sama par var á ferðinni tveimur mínútum seinna og tvöfaldaði markatöluna eftir korters leik.
Á 28. mínútu voru þeir félagar aftur á ferðinni, en í þetta skiptið fékk Alba að skora og Messi lagði upp. Staðan 3-0 eftir hálftíma og úrslitin svo gott sem ráðin.
Luis Suarez skoraði fjórða markið á 31. mínútu og Ivan Rakitic rak svo smiðshöggið á 87. mínútu, 5-0 sigur staðreynd.
Stórsigur Börsunga tryggði þeim í undanúrslit
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn