Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:34 Mira Sorvino Vísir/Getty Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30