Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 11. janúar 2018 19:30 Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira