Einþáttungur Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Hægri maður: Voðalegt er að sjá útganginn á þér. Ertu Pírati? Pírati: Yarr! Hægri maður: Ætlastu kannski til að ég bjóði þér í glas? Viljið þið ekki fá allt fyrir ekki neitt á kostnað skattborgarans? Hanga heima á borgaralaunum og spila tölvuspil þangað til þið verðið öryrkjar? Pírati: Yarr! Hægri maður: Yarr? Ertu fáviti? Án gríns? Hvað er eiginlega að þér? Borðaðir þú kannski norska Grandiosa-pitsu hitaða í ofni á jólunum? Pírati: Uuuuuu?… nei. Ég er sko vegan. Bara með hnetusteik, sko. Þúst, það eru ekki allir eins, sko. Sumum þykir vænt um dýrin og hafa áhyggjur af umhverfinu og sona. Sko?… Hægri maður: Ohhh! Grasæta! Þess vegna ertu svona fölur og ræfilslegur. Af hverju biðurðu ekki Vinnumálastofnun um að gefa þér kort í World Class? Bí a men, og farðu að rífa í lóðin! Pírati: Ööööö?… nei, ég hugleiði sko. Þúst, maður verður sko að passa zenið og rækta andann. Hægri maður: Já, einmitt. Með því að reykja hass og horfa á dánlódað þýfi í tölvunni? Pírati: Ehhhh, það reykir enginn hass lengur maður. Bara gras. Hægri maður: Vottever. Djöfull væri ég til í að buffa þig ef Verzló-gengið mitt væri hér en ekki á Vogi. Áfengi þú skilur. Ekkert ólöglegt! Pírati: Þú veist samt að kókaín er ekki löglegt. Píratar ætla alveg að redda því, sko. Þúst, fíkniefnastrí… Hægri maður: Díses! Þið eruð svoooo glatað pakk. Það vantar allt pönk í ykkur. Pírati: Ha? En þú veist að pönkið varð til út af fólki eins og þér. Og Píratar líka, eiginlega sko. Við viljum sko breytingar. Finnst þér þetta allt bara allt í læ eins og það er? Hægri maður: Æ, haltu kjafti og vefðu mér jónu. Tjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun
Hægri maður: Voðalegt er að sjá útganginn á þér. Ertu Pírati? Pírati: Yarr! Hægri maður: Ætlastu kannski til að ég bjóði þér í glas? Viljið þið ekki fá allt fyrir ekki neitt á kostnað skattborgarans? Hanga heima á borgaralaunum og spila tölvuspil þangað til þið verðið öryrkjar? Pírati: Yarr! Hægri maður: Yarr? Ertu fáviti? Án gríns? Hvað er eiginlega að þér? Borðaðir þú kannski norska Grandiosa-pitsu hitaða í ofni á jólunum? Pírati: Uuuuuu?… nei. Ég er sko vegan. Bara með hnetusteik, sko. Þúst, það eru ekki allir eins, sko. Sumum þykir vænt um dýrin og hafa áhyggjur af umhverfinu og sona. Sko?… Hægri maður: Ohhh! Grasæta! Þess vegna ertu svona fölur og ræfilslegur. Af hverju biðurðu ekki Vinnumálastofnun um að gefa þér kort í World Class? Bí a men, og farðu að rífa í lóðin! Pírati: Ööööö?… nei, ég hugleiði sko. Þúst, maður verður sko að passa zenið og rækta andann. Hægri maður: Já, einmitt. Með því að reykja hass og horfa á dánlódað þýfi í tölvunni? Pírati: Ehhhh, það reykir enginn hass lengur maður. Bara gras. Hægri maður: Vottever. Djöfull væri ég til í að buffa þig ef Verzló-gengið mitt væri hér en ekki á Vogi. Áfengi þú skilur. Ekkert ólöglegt! Pírati: Þú veist samt að kókaín er ekki löglegt. Píratar ætla alveg að redda því, sko. Þúst, fíkniefnastrí… Hægri maður: Díses! Þið eruð svoooo glatað pakk. Það vantar allt pönk í ykkur. Pírati: Ha? En þú veist að pönkið varð til út af fólki eins og þér. Og Píratar líka, eiginlega sko. Við viljum sko breytingar. Finnst þér þetta allt bara allt í læ eins og það er? Hægri maður: Æ, haltu kjafti og vefðu mér jónu. Tjaldið.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun