Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:52 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37
Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30
Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn