Daily Mail greinir frá því að slökkt hafi verið á öndunarvél Falkholt í dag. Móðir, faðir og Annabelle, systir Falkholt, létu öll lífið í slysinu.
Jessicu Falkholt var haldið sofandi í öndunarvél eftir slysið þar sem hún gekkst meðal annars undir skurðaðgerð á heila.
Fjölskyldan var á leið frá strandbænum Ulladulla, þar sem fjölskyldan hafði haldið upp á jólin, til Sydney þegar bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt fór yfir á öfugan vegarhelming.
Foreldrarnir létust báðir samstundis, en systirin Annabelle lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi.
Jessica Falkholt fór með hlutverk gengilbeinunnar Hope Morrison í þáttunum.